Nú eru margir farnir að huga að jólaeftirréttinum, en hér er á ferð einstaklega einfaldur ís sem borinn er fram á dásamlegri brúnku, eða brownie.
Ís – Hráefni:
2 bollar rjómi
1 dós sæt dósamjólk (sweetened condensed milk)
1 tsk. vanilludropar
1 skot af espresso
1/4 bolli heslihnetur + fleiri til að skreyta með
Aðferð:
Stífþeytið rjómann og blandið sætu mjólkinni saman við. Blandið síðan vanilludropum og espresso saman við blönduna og því næst 1/4 bolla af heslihnetum. Hellið blöndunni í brauðform, skreytið með hnetum og frystið í 6 klukkutíma að minnsta kosti.
Brúnka – Hráefni:
115 g smjör
200 g dökkt súkkulaði
3/4 bolli sykur
1 tsk. vanilludropar
2 skot af espresso
3 egg
1/2 bolli hveiti
1/2 tsk. matarsódi
1/2 tsk. salt
Aðferð:
Hitið ofninn í 175°C. Takið ykkur stóra pönnu í hönd og bræðið smjör yfir meðalhita. Blandið súkkulaðinu saman við og blandið saman þar til allt hefur bráðnað. Bætið því næst sykrinum út í og hrærið saman. Takið pönnuna af hellunni og blandið vanilludropum og espresso saman við. Blandið því næst eggjunum saman við og síðan hveiti, matarsóda og salti. Bakið í 25 mínútur og berið fram í pönnunni með ísnum ofan á.