fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Matur

Jólaísinn gerist ekki mikið einfaldari

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Sunnudaginn 2. desember 2018 17:00

Æðislegur eftirréttur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú eru margir farnir að huga að jólaeftirréttinum, en hér er á ferð einstaklega einfaldur ís sem borinn er fram á dásamlegri brúnku, eða brownie.

Jólaís með kaffi og brúnku

Ís – Hráefni:

2 bollar rjómi
1 dós sæt dósamjólk (sweetened condensed milk)
1 tsk. vanilludropar
1 skot af espresso
1/4 bolli heslihnetur + fleiri til að skreyta með

Aðferð:

Stífþeytið rjómann og blandið sætu mjólkinni saman við. Blandið síðan vanilludropum og espresso saman við blönduna og því næst 1/4 bolla af heslihnetum. Hellið blöndunni í brauðform, skreytið með hnetum og frystið í 6 klukkutíma að minnsta kosti.

Brúnka – Hráefni:

115 g smjör
200 g dökkt súkkulaði
3/4 bolli sykur
1 tsk. vanilludropar
2 skot af espresso
3 egg
1/2 bolli hveiti
1/2 tsk. matarsódi
1/2 tsk. salt

Aðferð:

Hitið ofninn í 175°C. Takið ykkur stóra pönnu í hönd og bræðið smjör yfir meðalhita. Blandið súkkulaðinu saman við og blandið saman þar til allt hefur bráðnað. Bætið því næst sykrinum út í og hrærið saman. Takið pönnuna af hellunni og blandið vanilludropum og espresso saman við. Blandið því næst eggjunum saman við og síðan hveiti, matarsóda og salti. Bakið í 25 mínútur og berið fram í pönnunni með ísnum ofan á.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
KynningMatur
28.07.2024

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum