fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Matur

Þetta er langvinsælasta jólakakan á Pinterest

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Föstudaginn 9. nóvember 2018 22:30

Þessi lofar góðu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samfélagsmiðillinn Pinterest opinberaði nýlega hvað var vinsælast á síðunni á árinu sem er að líða. Vinsælasta eftirréttauppskriftin er hálfgerð smákaka, samt ekki. Þetta er í raun risastór smákaka sem bökuð er í stóru kökuformi og er einstaklega jólaleg. Hún er af síðunni Number 2 Pencil og hefur verið vistuð, eða pinnuð, rúmlega 346 þúsund sinnum á Pinterest. Og hér kemur uppskriftin.

M&M smákökustykki

Hráefni:

230 g mjúkt smjör
1 bolli sykur
1 bolli púðursykur
3 stór egg
1 1/2 tsk vanilludropar
3 bollar hveiti
3/4 tsk matarsódi
3/4 tsk salt
1 1/2 bolli jóla M&M + meira til að skreyta
1 bolli súkkulaðibitar + meira til að skreyta
1/2 bolli hvít súkkulaðibitar

Hræra, hræra.

Aðferð:

Hitið ofninn í 175°C. Takið til ílangt form sem er sirka 33 sentímetrar að lengd. Klæðið það með álpappír og látið hann ná upp á hliðarnar. Spreyið vel með bökunarspreyi. Þeytið smjör, sykur og púðursykur vel saman í skál. Bætið eggjum og vanilludropum við og haldið áfram að þeyta. Lækkið styrkinn á þeytaranum og blandið hveiti, matarsóda og salti saman við. Bætið M&M og súkkulaðibitum saman við með sleif eða sleikju.

Deigið komið í formið.

Dreifið úr deiginu í forminu og þrýstið afgangs M&M, súkkulaðibitum og hvít súkkulaðibitum í deigið. Bakið í 35 til 40 mínútur. Leyfið að kólna og skerið svo í bita.

Kakan tilbúin.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins
Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
18.06.2024

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum
Matur
18.03.2024

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum
Matur
15.03.2024

Kjúklingur í rjómalagaðri sósu

Kjúklingur í rjómalagaðri sósu
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb