fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Matur

Sturlaðir lakkrístoppar með piparfyllingu

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 8. nóvember 2018 17:30

Algjört konfekt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef þú ætlar að baka á aðventunni þá mælum við með þessum dásamlegu lakkrístoppum. Eina vandamálið við þá er að þeir hverfa aðeins of fljótt ofan í maga.

Sturlaðir lakkrístoppar

Hráefni:

6 eggjahvítur (við stofuhita)
1 bolli sykur
3/4 bolli púðursykur
1 1/2 tsk. lyftiduft
300 g piparlakkrískurl
4-5 msk. lakkrísduft

Sjá þessar dúllur.

Aðferð:

Hitið ofninn í 150°C og klæðið ofnplötur með smjörpappír. Þeytið eggjahvíturnar þar til þær freyða. Bætið síðan sykri og púðursykri saman við í einni bunu og stífþeytið í 10-15 mínútur. Blandið lyftidufti, kurli og lakkrísdufti vel saman við blönduna með sleif eða sleikju. Mér finnst gott að skella blöndunni í sprautupoka og sprauta litla toppa á ofnplötuna. Þeir geta verið nokkuð þétt saman en þeir breiða aðeins úr sér. Þá er einnig hægt að setja þá á plötuna með skeið. Bakið í 18-20 mínútur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
KynningMatur
28.07.2024

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum