Það er svo gaman að útbúa gott snarl til að gæða sér á í góðum vinahópi eða bara á köldum vetrarkvöldum. Þessar ostakúlur eiga ekki eftir að valda vonbrigðum því þær eru dásemdin ein.
Hráefni:
8 sneiðar beikon
225 g mjúkur rjómaostur
1 bolli rifinn cheddar ostur
1 tsk. hvítlaukskrydd
1 tsk. paprikukrydd
salt og pipar
1/3 bolli saxaður graslaukur
1/3 bolli saxaðar pekanhnetur
18 saltstangir
Aðferð:
Steikið beikonið á pönnu í um átta mínútur eða þar til það er stökkt. Þerrið það á pappírsþurrkum og myljið það síðan í litla bita. Setjið til hliðar. Hrærið saman rjómaost, cheddar ost, hvítlaukskrydd og paprikukrydd í skál. Saltið og piprið. Mótið átján litlar kúlur úr blöndunni og raðið á smjörpappírsklæddan bakka. Kælið í ísskáp í um klukkustund. Blandið beikoni, graslauk og pekanhnetum saman í skál. Veltið ostakúlunum upp úr blöndunni og setjið eina saltstöng í hverja kúlu. Leyfið kúlunum síðan að ná stofuhita áður en þær eru bornar fram.