fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Matur

Þessar ostakúlur eru eins og litlir bitar af himnaríki

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 7. nóvember 2018 21:00

Æðislegur smáréttur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er svo gaman að útbúa gott snarl til að gæða sér á í góðum vinahópi eða bara á köldum vetrarkvöldum. Þessar ostakúlur eiga ekki eftir að valda vonbrigðum því þær eru dásemdin ein.

Ostakúlur

Hráefni:

8 sneiðar beikon
225 g mjúkur rjómaostur
1 bolli rifinn cheddar ostur
1 tsk. hvítlaukskrydd
1 tsk. paprikukrydd
salt og pipar
1/3 bolli saxaður graslaukur
1/3 bolli saxaðar pekanhnetur
18 saltstangir

Aðferð:

Steikið beikonið á pönnu í um átta mínútur eða þar til það er stökkt. Þerrið það á pappírsþurrkum og myljið það síðan í litla bita. Setjið til hliðar. Hrærið saman rjómaost, cheddar ost, hvítlaukskrydd og paprikukrydd í skál. Saltið og piprið. Mótið átján litlar kúlur úr blöndunni og raðið á smjörpappírsklæddan bakka. Kælið í ísskáp í um klukkustund. Blandið beikoni, graslauk og pekanhnetum saman í skál. Veltið ostakúlunum upp úr blöndunni og setjið eina saltstöng í hverja kúlu. Leyfið kúlunum síðan að ná stofuhita áður en þær eru bornar fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
28.01.2024

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti
Matur
25.01.2024

Eldabuskan breytir matarvenjum fólks

Eldabuskan breytir matarvenjum fólks
Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
02.11.2023

B.L.T. með twisti

B.L.T. með twisti
Matur
01.11.2023

BBQ kjúklingasalat með mangó, fetaosti og nachoskurli

BBQ kjúklingasalat með mangó, fetaosti og nachoskurli
Matur
29.10.2023

Snúðahringur með hnetusmjörs- og Dumle karamellufyllingu

Snúðahringur með hnetusmjörs- og Dumle karamellufyllingu