Aðventan nálgast og margir farnir að skipuleggja smákökubaksturinn. Við á matarvefnum mælum 150% með þessum súkkulaðibitakökum sem eru gjörsamlega óviðjafnanlegar. Svo er þetta svo lítið mál að krakkarnir geta meira að segja bakað þær.
Hráefni:
200 g mjúkt smjör
1 bolli sykur
1/2 bolli púðursykur
2 egg
2 bollar hveiti
2 bollar kókosmjöl
1 tsk. matarsódi
1 tsk. salt
2 tsk. vanilludropar
200 g súkkulaði, saxað
Smarties til að skreyta (eða eitthvað allt annað)
Aðferð:
Blandið öllu vel saman nema súkkulaðinu. Grófsaxið súkkulaðið og bætið því út í deigið með sleif. Gott er að geyma deigið inni í ísskáp í um klukkutíma áður en baksturinn hefst. Það er samt ekki nauðsynlegt ef heimilisfólkið er mjög óþolinmótt. Hitið ofninn í 180°C. Mótið kúlur með höndunum og setjið á ofnskúffu sem búið er að klæða með bökunarpappír. Fletjið kúlurnar aðeins með lófanum og skreytið með Smarties. Bakið í 12 til 15 mínútur.