fbpx
Laugardagur 12.apríl 2025
Matur

8 drykkir sem þú ættir aldrei að drekka

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 7. nóvember 2018 11:30

Varið ykkur á þessum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru ýmsir drykkir sem leyna á sér og innihalda til dæmis miklu meiri sykur en maður hélt og hafa slæm áhrif á líkamann.

Sykurlausir gosdrykkir.

Góð vísa er aldrei of oft kveðin en landsmenn ættu að vita að þessir gosdrykkir eru stútfullir af sætuefnum sem eru okkur ekki holl. Oft innihalda þessir drykkir líka ónáttúruleg litarefni og alls kyns önnur efni sem gætu svalað sykurþörfinni en gera lítið annað. Þá geta þessir drykkið ruglað meltingarkerfið okkar. Betra er að drekka bara vatn og bragðbæta það með til dæmis berjum eða sítrusávöxtum.

Sykraðir gosdrykkir

Hér er nóg af kaloríum en engin næringarefni. Dökkir gosdrykkir geta einnig innihaldið efni sem dregur úr færni líkamans til að taka upp kalsíum sem getur veikt beinin og aukið líkur á beinþynningu. Ef þið viljið endilega drekka gosdrykki þá leitið að þeim sem innihalda eins lítinn sykur og mögulegt er og að innihaldslýsingin sé ekki eins og framandi tungumál.

Risastór kaffibolli

Margir eiga stór ferðamál sem þeir fylla af kaffi, en það er ekki gott að drekka svo mikið magn af kaffi í einum rikk. Allt þetta koffín getur ruglað í taugakerfinu og haft öfug áhrif – sem sagt ekki vakið okkur eins og ætlunin var. Betra er að halda sig við færri, smærri kaffibolla yfir daginn.

Forblandaðir, áfengir drykkir

Það er hægt að kaupa ýmislegt í Vínbúðinni sem er forblandað – til dæmis margaritur og mojito. Voðalega sniðugt en í þessum drykkjum er hins vegar oft mikið af rotvarnarefnum og talsvert magn af sykri, mun meira en venjuleg manneskja myndi skófla í heimagerðan drykk.

Próteindrykkir

Það eru bara afreksíþróttamenn sem þurfa svaðalega mikið af próteini yfir daginn. Flestar konur þurfa til dæmis bara 46 grömm af próteini á dag og því er ekki mælt með að drekka mikið af stórum og próteinríkum drykkjum yfir daginn.

Íþróttadrykkir

Hér er á ferð drykkir sem eru vinsælir í þynnkunni en það sama á við þessa drykki og próteindrykki – þeir henta best afreksíþróttafólki sem hreyfir sig gríðarlega mikið. Meðal Jóninn og Jónan ættu að prófa að fá sér vatn eða kókosvatn í staðinn fyrir íþróttadrykki.

Fínir kaffidrykkir

Þeir eru kannski góðir en til dæmis einn Frappuccino getur innihaldið mörg hundrað kaloríur og fjall af sykri. Betra er að geyma þessa drykki fyrir sérstök tilefni og fá sér frekar kaffi eða te dags daglega.

Safi úr þykkni

Þykkni er bara fallegt orð yfir að búið er að vinna vöruna þannig að hún er ekki náttúruleg. Þykkni getur því innihaldið varasöm efni og mikið af sykri. Nýkreistur safi er betri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
06.10.2024

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“
Matur
17.09.2024

Skál komin á framtíðarheimili í hjarta miðborgarinnar

Skál komin á framtíðarheimili í hjarta miðborgarinnar
Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins
Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
Matur
18.03.2024

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum
Matur
15.03.2024

Kjúklingur í rjómalagaðri sósu

Kjúklingur í rjómalagaðri sósu