fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Matur

Matseðill vikunnar: Fiski taco, ómótstæðilegur kjúklingaréttur og vegan súpa

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 5. nóvember 2018 14:15

Mikinn innblástur hér að finna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný vika – nýjar áskoranir þegar kemur að því að ákveða hvað á að hafa í matinn. Hér er vikumatseðillinn okkar og ættu einhverjir að geta fundið innblástur í eldamennskunni.

Mánudagur – Fiski taco

Uppskrift af Peanut Butter & Fitness

Fiskur – Hráefni:

500 g lúða án roðs
8 tortilla pönnukökur
1½ msk. sojasósa
1 msk. hrísgrjónaedik
safi úr ½ súraldin
½ bolli ferskur basil
½ bolli ferskur kóríander

Grænmeti – Hráefni:

2 stórar gulrætur, skornar í bita
1 meðalstór gúrka, skorin í bita
1 lítil radísa, skorin í bita
1 bolli vatn
½ bolli hrísgrjónaedik
2 msk. sykur
2 tsk. salt

Sriracha mæjónes – Hráefni:

¼ bolli mæjónes
2 msk. sriracha
1 tsk. hvítlaukskrydd

Aðferð:

Setjið grænmeti í krukku. Hitið vatn í örbylgjuofni í 2 mínútur og bætið sykri, salti og hrísgrjónaediki saman við. Hrærið þar til sykurinn hefur leysts upp. Hellið yfir grænmetið í krukkunni og látið þetta súrsast yfir nótt í ísskáp.

Setjið lúðu í grunnan disk og hellið sojasósu, hrísgrjónaediki og súraldinsafa yfir fiskinn. Látið þetta marinerast í ísskáp í hálftíma.

Hitið stóra pönnu yfir meðalhita. Setjið fiskinn á pönnuna og setjið lok strax á. Eldið í 5 mínútur og snúið fisknum síðan við. Steikið þar til hann er fulleldaður. Blandið öllum hráefnum í sriracha mæjónes saman. Hitið tortilla pönnukökurnar og fyllið þær síðan með fiski, grænmeti, basil, kóríander og mæjónes.

Fiski taco.

Þriðjudagur – Ómótstæðilegur kjúklingaréttur

Uppskrift af Delish

Hráefni:

2 msk. ólífuolía
1 kg kjúklingalæri
salt og pipar
2 msk. smjör
1 stór laukur, saxaður
1 stór gulrót, skorin í bita
1 sellerístilkur, skorinn í bita
225 g sveppir, skornir í sneiðar
2 msk. hveiti
½ bolli hvítvín
2 bollar kjúklingasoð
1 bolli rjómi
2 msk. fersk steinselja, söxuð
2 msk. ferskt timjan

Aðferð:

Hitið olíu í pönnu yfir meðalhita. Saltið og piprið kjúklinginn og steikið hann í um fimm mínútur á hvorri hlið. Takið af pönnunni og setjið til hliðar. Bræðið smjör í sömu pönnu og bætið lauk, gulrót, sellerí og sveppum út í. Steikið í um fimm mínútur. Bætið hveitinu saman við og steikið í mínútu til viðbótar. Hellið víninu í pönnuna og skrapið það sem hefur fests við botninn, ef eitthvað. Eldið í um sjö mínútur. Bætið þá soði og rjóma saman við og kryddið með steinselju, timjan, salti og pipar. Setjið kjúklinginn aftur í pönnuna og látið malla þar til kjúklingurinn er fulleldaður og sósan farin að þykkna, eða í um korter.

Ómótstæðilegur kjúklingaréttur.

Miðvikudagur – Vegan kartöflusúpa

Uppskrift af Nora Cooks

Hráefni:

1–2 msk. ólífuolía
1 stór laukur, saxaður
4 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
3 meðalstórar gulrætur, skornar í bita
1,3 kg russet kartöflur, afhýddar og skornar í stóra bita
½ tsk. þurrkað timjan
3 bollar grænmetissoð
1 dós kókosmjólk
salt

Aðferð:

Steikið lauk og hvítlauk í stórum potti. Bætið grænmeti, timjan og grænmetissoði saman við. Náið upp suðu og lækkið síðan hitann. Leyfið þessu að malla í 20 til 25 mínútur, eða þar til kartöflur eru mjúkar. Notið töfrasprota til að mauka súpuna eða blandara. Hellið kókosmjólkinni saman við og hrærið, saltið eftir smekk.

Vegan kartöflusúpa.

Fimmtudagur – Pastasalat

Uppskrift af Delish

Hráefni:

½ bolli ólífuolía
¼ bolli rauðvínsedik
¼ bolli rifinn parmesan ostur
1 hvítlauksgeiri, smátt saxaður
1 tsk. ítölsk kryddblanda
1 tsk. paprikukrydd
½ tsk. chili flögur
salt og pipar
500 g soðið spagettí
500 g litlir tómatar, skornir í helminga
225 g mozzarella ostur, skorinn í bita
1¼ bolli salami, skorið í bita
1 bolli rauð paprika, skorin í bita
1 bolli græn paprika, skorin í bita
1 bolli gúrka, skorin í bita
½ bolli svartar ólífur, skornar í sneiðar
½ rauðlaukur, smátt skorinn
2 msk. ferskt basil, skorið í bita

Aðferð:

Blandið olíu, ediki, parmesan, hvítlauk, kryddblöndu, paprikukryddi og chili flögum saman í meðalstórri skál. Saltið og piprið. Blandið pasta, tómötum, mozzarella, salami, papriku, ólífum og lauk saman í stórri skál. Hellið olíublöndunni yfir pastað og blandið saman. Skreytið með basil og berið fram.

Einfalt pastasalat.

Föstudagur – Hægeldað lambalæri í smjöri með hvítlauk, kryddjurtum og kryddjurta-béarnaise sósu

Uppskrift af lamakjot.is

Hráefni:

1 lambalæri, helst án lykilbeins
500 g smjör
6 timjangreinar
6 rósmaríngreinar
5 hvítlauksgeirar, gróft saxaðir
1½ tsk. nýmalaður pipar
1 stór poki með rennilás (zip lock)
2 tsk. salt

Aðferð:

Setjið allt nema salt í pokann og lokið vel fyrir. Leggið pokann í steikingarpott og hellið volgu vatni yfir þannig að fljóti yfir lærið. Setjið lokið á og bakið í 67°C heitum ofni í 18 klukkustundir. Sigtið þá vökvann úr pokanum í pott. Hitið ofninn í 190°C. Setjið lærið í ofnskúffu og saltið. Bakið lærið í 10-15 mínútur eða þar til það er fallega brúnað. Berið fram með kryddjurta-béarnaisesósunni og til dæmis bökuðu grænmeti og kartöflum.

Kryddjurta béarnaisesósa – Hráefni:

5 eggjarauður
smjörið úr pokanum
1-2 msk. béarnaise-essense
salt
nýmalaður pipar

Aðferð:

Hitið smjörið í 60°C. Setjið eggjarauður í stálskál og þeytið yfir volgu vatnsbaði í 4-6 mínútur eða þar til rauðurnar eru orðnar ljósar og loftmiklar. Hellið þá smjörinu í mjórri bunu í skálina og þeytið vel í á meðan. Bragðbætið með Béarnaise-essense, salti og pipar.

Hægeldað lambalæri.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins
Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
18.06.2024

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum
Matur
18.03.2024

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum
Matur
15.03.2024

Kjúklingur í rjómalagaðri sósu

Kjúklingur í rjómalagaðri sósu
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb