fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
Matur

Kanil- og rúsínubrauð sem öskrar á kósíheit

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 5. nóvember 2018 09:40

Heimabakað brauð er best.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er svo gaman að gæða sér á heimabökuðu brauði, en það vex mörgum í augum að baka sitt brauð sjálfir. Þetta brauð er mjög einfalt og ekki skemmir fyrir að það er einstaklega bragðgott.

Kanil- og rúsínubrauð

Hráefni:

3 bollar hveiti
1 1/2 bolli volgt vatn
1 1/2 tsk. þurrger
3 msk. púðursykur
1/2 tsk. salt
2/3 bolli rúsínur
2 tsk. kanill

Girnilegt?

Aðferð:

Setjið vatn, ger og salt í stóra skál. Hrærið og leyfið þessu að bíða í fimm mínútur, eða þar til blandan byrjar að freyða. Bætið sykri, rúsínum, kanil og hveiti saman við. Blandið saman og hnoðið síðan þar til deigið er orðið mjúkt og flott. Ef deigið er of blautt bætið þið við smá hveiti. Smyrjið skálina með olíu og látið deigið hefast þar í eina klukkustund með viskastykki yfir skálinni. Hitið ofninn í 230°C. Setjið deigið á ofnplötu sem búið er að klæða með smjörpappír. Reynið að eiga eins lítið við deigið og hægt er. Dustið smá hveiti á toppinn og setjið brauðið inn í ofn. Bakið í 30 til 40 mínútur. Leyfið brauðinu að kólna í 10 mínútur áður en það er skorið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
04.04.2024

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna