Þeir sem elska bragðsterkan mat og vel kryddaðan ættu að prófa þessa uppskrift. Þessi réttur er algjört dúndur, bókstaflega.
Hráefni:
6 kjúklingalæri
4 kjúklingabringur
2 hvítlauksgeirar, grófsaxaðir
1 tsk. engifer
3 msk. ólífuolía
3 msk. sriracha
1 msk. hrísgrjónaedik
½ msk. sykur
½ msk. fiskisósa
2 tsk. pipar
2 tsk. salt
2 súraldin, skorin í báta
2 msk. kóríander
Aðferð:
Hitið ofninn í 230°C. Saltið og piprið kjúklinginn. Hitið 1 matskeið af olíu í stórri pönnu yfir háum hita. Raðið kjúklingnum á pönnuna og eldið í 2 mínútur. Lækkið hitann og eldið í tólf mínútur. Blandið hvítlauk, engifer, 2 matskeiðum af olíu, sriracha, ediki, sykri, fiskisósu, 1 teskeið af salti og 1 teskeið af pipar saman í stórri skál. Takið kjúklinginn af pönnunni og setjið hann í skálina með marineringunni. Látið sitja í fimm til tíu mínútur. Setjið kjúklinginn aftur á pönnuna og eldið í ofninum í 20 til 25 mínútur. Penslið marineringunni yfir kjúklinginn eftir sirka korters eldunartíma. Leyfið þessu að hvíla í nokkrar mínútur og skreytið með súraldin og kóríander.