Ég er svolítill aðdáandi red velvet kökunnar, mér finnst líka eitthvað óendanlega jólalegt við hvítt og rautt saman. Ég henti í þessar rauðu flauels krumpukökur um daginn, þær hafa verið mjög vinsælar á heimilinu, skemmir líka alls ekki fyrir hvað þær eru jólalegar og fallegar. Mig langaði að deila með ykkur uppskriftinni af þeim.
Hráefni:
3 bollar hveiti
¼ bolli bökunarkakó
2 tsk. lyftiduft
¼ tsk. matarsódi
170 g mjúkt smjör
1 1/3 bolli sykur
3 stór egg
2 msk. mjólk
1½ tsk. vanilludropar
rauður gel matarlitur
150 g hvítir súkkulaðidropar
1 bolli flórsykur
1 msk. gull bökunarduft ef bakarinn er í sparistuði
Aðferð:
Blandið saman hveiti, kakó, lyftidufti, matarsóda og salti í skál. Í aðra skál hrærið saman mjúkt smjör og sykur þar til það er blandan er létt og ljós. Bætið eggjum við smjörblönduna, 1 í einu og blandið vel á milli. Bætið mjólk, vanilludropum og matarlit út í eggja-smjörblönduna. Það þarf að nota mikið af matarlitnum, blandan ætti að vera fagurrauð. Bætið svo þurrefnunum varlega út í þau blautu, hrærið þar til allt er vel blandað saman og skafið niður úr hliðunum á milli. Kælið deigið í u.þ.b. 2 klukkutíma. Hitið ofninn í 180°C. Setið flórsykur í skál og hrærið gullduftinu saman við. Búið til litlar kúlur úr deiginu og veltið upp úr flórsykrinum. Raðið á bökunarplötu og þrýstið létt ofan á kúlurnar. Bakist í 10-14 mínútur.