Stundum hefur maður lítinn tíma til að útbúa kvöldmat og þá er dásamlegt að luma á eitt stykki uppskrift að kúrekapasta sem rennur ljúflega niður og er einstakleg einfalt.
Hráefni:
450 g spagettí
450 g nautahakk
1 meðalstór laukur, saxaður
1 tsk. salt
¼ tsk. pipar
1 tsk. hvítlaukskrydd
½ tsk. þurrkað oreganó
6 beikonsneiðar, eldaðar og smátt skornar
2 msk. jalapeño, saxaður (má sleppa)
1 dós maukaðir tómatar
225 g tómat pastasósa
2 msk. vatn
2 msk. Worcestershire sósa
¼ bolli barbikjú sósa
ólífur, til að skreyta með
rifinn cheddar ostur, til að skreyta með
vorlaukur, saxaður, til að skreyta með
Tabasco, til að skreyta með (má sleppa)
Aðferð:
Sjóðið spagettí eftir leiðbeiningum á pakka. Takið til stóra pönnu og steikið hakkið með lauk og salti og pipar yfir meðalhita. Takið fitu úr pönnunni og hrærið hvítlaukskryddi og oreganó saman við, sem og beikoni, jalapeño, tómötum, tómatsósu, vatni, Worcestershire sósu og barbikjúsósu. Náið upp suðu og látið malla í fimmtán mínútur. Setjið spagettí á disk, setjið sósuna með hakkinu ofan á og skreytið með ólífum, osti, vorlauk og Tabasco.