fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
Matur

Kúrekapastað sem tekur enga stund að útbúa

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 29. nóvember 2018 16:30

Þessi réttur er snilld.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stundum hefur maður lítinn tíma til að útbúa kvöldmat og þá er dásamlegt að luma á eitt stykki uppskrift að kúrekapasta sem rennur ljúflega niður og er einstakleg einfalt.

Kúrekapasta

Hráefni:

450 g spagettí
450 g nautahakk
1 meðalstór laukur, saxaður
1 tsk. salt
¼ tsk. pipar
1 tsk. hvítlaukskrydd
½ tsk. þurrkað oreganó
6 beikonsneiðar, eldaðar og smátt skornar
2 msk. jalapeño, saxaður (má sleppa)
1 dós maukaðir tómatar
225 g tómat pastasósa
2 msk. vatn
2 msk. Worcestershire sósa
¼ bolli barbikjú sósa
ólífur, til að skreyta með
rifinn cheddar ostur, til að skreyta með
vorlaukur, saxaður, til að skreyta með
Tabasco, til að skreyta með (má sleppa)

Aðferð:

Sjóðið spagettí eftir leiðbeiningum á pakka. Takið til stóra pönnu og steikið hakkið með lauk og salti og pipar yfir meðalhita. Takið fitu úr pönnunni og hrærið hvítlaukskryddi og oreganó saman við, sem og beikoni, jalapeño, tómötum, tómatsósu, vatni, Worcestershire sósu og barbikjúsósu. Náið upp suðu og látið malla í fimmtán mínútur. Setjið spagettí á disk, setjið sósuna með hakkinu ofan á og skreytið með ólífum, osti, vorlauk og Tabasco.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
04.04.2024

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna