Tíminn flýgur áfram og næstu helgi hefst aðventan. Hér er uppskrift að dásamlegum smákökum sem vert er að skoða áður en að jólabaksturinn hefst.
Kökur – Hráefni:
125 g smjör, brætt
100 g ljós púðursykur
1 tsk. vanilludropar
2 msk. maíssterkja + 2 msk vatn
225 g hveiti
1 tsk. matarsódi
½ tsk. sjávarsalt
Aðferð:
Hitið ofninn í 180°C og klæðið tvær ofnplötur með smjörpappír. Blandið smjöri, sykri og vanilludropum vel saman. Blandið maíssterkju saman við vatnið og blandið við smjörblönduna. Blandið hveiti, matarsóda og salti saman í annarri skál og síðan saman við smjörblönduna. Hnoðið vel saman. Fletjið út deigið og skerið út hringlaga kökur, eða hvaða form sem þið viljið. Raðið á ofnplöturnar og bakið í 10 til 12 mínútur. Leyfið kökunum að kólna alveg.
Karamella – Hráefni:
400 ml kókosmjólk
300 g ljós púðursykur
¾ tsk. kanill
1 tsk. vanilludropar
smá sjávarsalt
möndlur, saxaðar
olía
20 g poppað popp
Aðferð:
Setjið mjólk, púðursykur, kanil, vanilludropa og salt í pott og hitið yfir háum hita. Náið upp suðu og lækkið hitann. Leyfið þessu að malla þar til blandan hefur dregist saman um þriðjung. Fylgist með blöndunni svo hún brenni ekki. Takið af hitanum og kælið. Steikið möndlur í smá olíu þar til þær brúnast, takið af hitanum og kælið. Dreifið smá poppi yfir hverja köku og því næst möndlum. Hellið karamellublöndunni yfir kökurnar og kælið í ísskáp í um klukkustund áður en þið hefjist handa við át.