fbpx
Mánudagur 10.mars 2025
Matur

Áhugaverður pylsuréttur með rauðkáli og eplum

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 28. nóvember 2018 14:45

Frekar girnilegt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við Íslendingar elskum pylsur, en það er gaman að kaupa sér aðrar pylsur en þessar hefðbundnu og leika sér með þær. Í þennan rétt er gott að kaupa góðar og þykkar pylsur sem fylla magann vel.

Pylsuréttur með rauðkáli og eplum

Hráefni:

1 msk. ólífuolía
6 pylsur
2 Pink Lady-epli, skorin í tvennt
½ rauðlaukur, þunnt skorinn
½ rauðkálshaus, skorinn þokkalega smátt
salt og pipar
1 bolli eplasafi
2 msk. edik

Aðferð:

Hitið olíu yfir meðalhita í stórri pönnu. Eldið pylsurnar í 6 til 8 mínútur og leggið til hliðar á disk. Lækkið hitann og bætið eplum saman við með skurðinn niður. Dreifið lauk og káli í kringum eplin og kryddið með salti og pipar. Hrærið reglulega í blöndunni þar til eplin eru fallega brún, eða í 3 til 4 mínútur. Snúið eplunum og setjið pylsurnar aftur á pönnuna. Bætið eplasafa og ediki saman við, náið upp suðu og eldið í 18 til 20 mínútur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
04.04.2024

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
10.02.2024

Vatnsdeigsbollur með lakkrís og hindberjum að hætti Elenoru

Vatnsdeigsbollur með lakkrís og hindberjum að hætti Elenoru
Matur
28.01.2024

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti