Við Íslendingar elskum pylsur, en það er gaman að kaupa sér aðrar pylsur en þessar hefðbundnu og leika sér með þær. Í þennan rétt er gott að kaupa góðar og þykkar pylsur sem fylla magann vel.
Hráefni:
1 msk. ólífuolía
6 pylsur
2 Pink Lady-epli, skorin í tvennt
½ rauðlaukur, þunnt skorinn
½ rauðkálshaus, skorinn þokkalega smátt
salt og pipar
1 bolli eplasafi
2 msk. edik
Aðferð:
Hitið olíu yfir meðalhita í stórri pönnu. Eldið pylsurnar í 6 til 8 mínútur og leggið til hliðar á disk. Lækkið hitann og bætið eplum saman við með skurðinn niður. Dreifið lauk og káli í kringum eplin og kryddið með salti og pipar. Hrærið reglulega í blöndunni þar til eplin eru fallega brún, eða í 3 til 4 mínútur. Snúið eplunum og setjið pylsurnar aftur á pönnuna. Bætið eplasafa og ediki saman við, náið upp suðu og eldið í 18 til 20 mínútur.