fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
Matur

Aðdáendur Taco Bell takið eftir: Sósan er algjört lykilatriði í þessum kyngimagnaða rétti

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 28. nóvember 2018 18:30

Ekta réttur þegar að tíminn er af skornum skammti.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðdáendur Taco Bell ættu ekki að láta þennan rétt framhjá sér fara þar sem þessi quesadilla réttur er frábær eftirlíking af quesadilla sem fæst á Taco Bell.

Quesadilla

Sósa – Hráefni:

1 bolli mæjónes
3 msk. safi úr krukku af jalapeño
3 msk. jalapeño, saxaðir
2 tsk. hvítlaukskrydd
2 tsk. kúmen
2 tsk. paprikukrydd
½ tsk. cayenne pipar
salt

Önnur hráefni:

8 meðalstórar tortilla-kökur
4 bollar rifinn kjúklingur
2 bollar rifinn ostur
12 sneiðar ostur, cheddar eða venjulegur

Aðferð:

Blandið öllu í sósuna saman í skál nema saltinu og saltið eftir smekk. Setjið kjúkling í aðra skál og blandið helmingnum af sósunni saman við hann. Takið til stóra pönnu og hitið yfir meðalhita. Setjið eina tortilla-köku á pönnuna og setjið tvær sneiðar af osti á hana, síðan hálfan bolla af kjúklingi og hálfan bolla af osti. Setjið aðra tortilla-köku ofan á. Steikið í um 2 mínútur, snúið síðan við og steikið í 2 mínútur í viðbóti, eða þar til kakan er gullinbrún og osturinn bráðnaður. Endurtakið með restina af tortilla-kökunum og berið strax fram með afganginum af sósunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
02.09.2024

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði
Matur
02.09.2024

Vel heppnað Kjúklingafestival

Vel heppnað Kjúklingafestival
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
29.03.2024

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma