fbpx
Fimmtudagur 13.febrúar 2025
Matur

Rosalegar súkkulaðikökur með karamellu í miðjunni

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 27. nóvember 2018 13:00

Girnilegar dúllur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrsti sunnudagur í aðventu er næsta sunnudag og þá taka sig margir til og baka jólasmákökur. Við mælum hiklaust með þessum smákökum sem eru gjörsamlega óviðjafnanlegar.

Rosalegar súkkulaðikökur

Hráefni:

1 1/8 bolli hveiti
1/2 bolli kakó
1 tsk. matarsódi
1/2 bolli sykur
1/2 bolli púðursykur
113 g mjúkt smjör
1 tsk. vanilludropar
1 egg
13 rjómakaramellur (skornar í helminga)
1/2 bolli hnetur (saxaðar og ristaðar)
1 msk. sykur
sjávarsalt

Fullkominn unaður.

Aðferð:

Byrjum á að rista hneturnar en það er ofureinfalt. Setjið þær einfaldlega á bökunarpappírsklædda ofnplötu og ristið við 180°C í um það bil 10 mínútur. Fylgist samt vel með þeim því þær eru fljótar að brenna. Svo eru það kökurnar. Blandið hveiti, kakói og matarsóda vel saman í skál og setjið til hliðar. Í annarri skál blandið þið saman smjöri, púðursykri og sykri. Bætið vanilludropunum út í og hrærið vel og síðan egginu. Setjið deigið inn í ísskáp í um klukkustund svo það sé auðveldara að vinna með það. Hitið ofninn í 180°C og takið til ofnskúffur með smjörpappír. Skerið karamellurnar í helminga og blandið hnetum saman við 1 msk af sykri á disk. Takið bita af deiginu og búið til flatan hring með lófunum. Setjið karamellubita í miðjuna og búið til kúlu úr deiginu utan um karamelluna. Veltið öðrum helmingnum af kúlunni upp úr hnetublöndunni og raðið á ofnskúffur. Stráið síðan smá sjávarsalti yfir. Bakið kökurnar í 7-10 mínútur. Leyfið þeim að kólna alveg áður en þið takið þær af skúffunum svo karamellan nái að storkna. Ég veit að það er erfitt að bíða en ef þið gerið það ekki detta kökurnar í sundur.

Reynið að standast þessar.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
02.09.2024

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði
Matur
02.09.2024

Vel heppnað Kjúklingafestival

Vel heppnað Kjúklingafestival
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
29.03.2024

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma