Þegar maður hefur ekki hugmynd um hvað maður á að elda er um að gera að henda í þessa fljótlegu taco súpu sem yljar á köldum vetrarkvöldum.
Hráefni:
1 msk. olía
1 stór laukur, saxaður
900 g nautahakk
1 dós pinto baunir
1 dós maískorn
1 dós maukaðir tómatar
1 msk. taco krydd
1½ bolli vatn
sýrður rjómi, til að skreyta
vorlaukur, saxaður, til að skreyta
ferskar kryddjurtir að eigin vali, til að skreyta
Aðferð:
Hitið olíu yfir meðalhita í stórum potti. Bætið lauk út í og steikið í 5 mínútur. Bætið síðan hakkinu saman við og eldið þar til það er ekki lengur bleikt. Bætið baunum, maís, tómötum, taco kryddi og vatni saman við og látið malla í nokkrar mínútur. Berið fram og skreytið með sýrðum rjóma, vorlauk og kryddjurtum.