fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Matur

Eftirminnileg jól Töru tóku óvænta stefnu: „Þetta þurfti akkúrat að gerast í Vesturbænum klukkan sirka 18“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 27. nóvember 2018 12:15

Tara Brekkan Pétursdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samfélagsmiðlastjarnan og förðunarfræðingurinn Tara Brekkan Pétursdóttir þarf ekki að hugsa sig lengi um þegar hún er spurð út í eftirminnilega jólaminningu tengda mat.

„Þessi saga hefur alltaf staðið upp úr í minningunni um einstök jól og jólamáltíðina hjá okkur fjölskyldunni. Þó að ég hafi bara verið fjögurra eða fimm ára og muni ekki mikið eftir þessu þá höfum við fjölskyldan svo oft talað um þetta að ég get séð þetta svo vel fyrir mér að mér finnst ég muna vel eftir þessu,“ segir Tara og heldur áfram.

Sjá einnig: Margrét Erla bakar smákökur í massavís: Með mikilvæg skilaboð til fólks.

„Þetta var á þeim tíma þegar rafmagnið sló stundum út á Íslandi og fólk varð bara að bíða eftir að það kæmi aftur. Þetta þurfti akkúrat að gerast í Vesturbænum klukkan sirka 18 á sjálfu aðfangadagskvöldi, sem er kannski ekki besti tíminn,“ segir hún.

Meðlætið eldað á prímus

Þá voru góð ráð dýr hjá fjölskyldunni vestur í bæ, en foreldrar Töru voru með ráð undir rifi hverju.

„Sem betur fer var gæsin elduð en mamma og pabbi þurftu að ná í tjaldprímusinn til að gera sósuna og meðlætið og afi fór með kartöflurnar til systur mömmu til að sjóða þær. Kveikt var á fullt, fullt af kertum úti um allt hús. Það var svo ótrúlega kósí að borða við öll kertaljósin, ekkert sjónvarp, sími, útvarp, ekkert áreiti, bara við fjölskyldan saman að njóta jólanna og félagsskapar hvert annars. Við erum mikið jólafólk og eigum alveg dásamlegar jólaminningar en þetta eru ein bestu og yndislegustu jól sem við höfum átt. Það var spjallað endalaust, sungið við kertaljós og borðaður þessi dýrindis matur sem heppnaðist líka svona einstaklega vel. Mamma með hárið sleikt við andlitið af því að það var ekki rafmagn fyrir hárblásarann,“ segir Tara og hlær.

„Það er til mynd af þessu og mamma svo sæt að elda við prímusinn með sleikt hárið og allt í kertum.“

Tara útilokar ekki að endurtaka samskonar jól.

„Svo þegar rafmagnið kom loksins á um klukkan 22 slökktum við samt ljósin og héldum þessi einstöku jól okkar með endalaust af kertaljósum og félagsskap frá hvert öðru. Þetta voru ein bestu jól í heimi. Aldrei að vita nema við endurtökum svona jól.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
Matur
06.12.2023

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi
Matur
05.12.2023

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum