fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Matur

Veður skafla og heiðar fyrir sérstakan mat: „Maður grennist ekkert þann dag“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Sunnudaginn 25. nóvember 2018 09:00

Einar Bárðarson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við á matarvefnum höfum tekið uppá því að spyrja þekkta Íslendinga um minningar tengdar jólamatnum. Nú er röðin komin að almannatenglinum Einari Bárðarsyni, sem hefur verið mikið á milli tannanna á fólki nýverið, ef svo má segja.

Sjá einnig: Sigríður Elín eyddi jólunum með gyðingafjölskyldu: „Þetta var furðulegasti aðfangadagsmatur sem ég hef upplifað“.

„Svínakótelettur voru á borðum minnar fjölskyldu allt mitt uppvaxtarskeið og þær eru því jólamaturinn minn. Hann hafði komið bæði frá heimili mömmu og pabba og því voru engin átök þegar þau tóku saman, um hvað væri jólamaturinn,“ segir Einar. Það sama var ekki uppi á teningnum á hans eigin heimili.

„Ég, eins og sönnum eiginmanni sæmir, gaf mínar jólamatarhefðir eftir þegar ég tók saman við mína góðu konu. Það er góður matur, hamborgarhryggur og ekki yfir neinu að kvarta þar. En við bræðurnir vöðum skafla og heiðar með fjölskyldurnar milli jóla og nýárs ef veður leyfir í sveitina til mömmu og pabba til þess að komast í svínakótelettur í raspi með brúnuðum kartöflum, rauðkáli, grænum baunum og jólaöli.“ segir hann og hlær.

„Maður grennist ekkert þann dag.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
Matur
06.12.2023

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi
Matur
05.12.2023

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum