fbpx
Mánudagur 24.febrúar 2025
Matur

Sigríður Elín eyddi jólunum með gyðingafjölskyldu: „Þetta var furðulegasti aðfangadagsmatur sem ég hef upplifað“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Laugardaginn 24. nóvember 2018 09:30

Sigríður Elín Ásmundsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og lesendur matarvefsins hafa eflaust tekið eftir höfum við tekið þekkta Íslendinga tali uppá síðkastið og innt þá eftir eftirminnilegum jólaminningum tengdum mat.

Sigríður Elín Ásmundsdóttir er ritstýra tímaritsins Hús og Híbýli og það stendur ekki á svörunum þegar hún er spurð út í matartengda minningu á jólum.

„Ég eyddi einum jólum hjá gyðingafjölskyldu í New York sem heldur ekki jól. Jólabarnið ég fór þá með fjölskyldunni í skíðaferð og eyddi aðfangadegi í snjóhvítum skíðabrekkum. Ég átti von á steik í tilefni dagsins, það var nú einu sinni aðfangadagur hjá íslensku au pair-stelpunni,“ segir Sigríður Elín. Það varð þó ekki raunin.

„Nei, aldeilis ekki neitt í líkingu við steik því þegar við komum upp á hótel var pöntuð pítsa og heitt kakó með henni!“

Ritstýran segir þessa stund hafa markað hennar jólahald síðan.

Sjá einnig: Blóðugur aðfangadagur Kolbrúnar Pálínu: „Í dag ber ég þetta fína jólaör“.

„Þetta var furðulegasti aðfangadagsmatur sem ég hef upplifað og síðan þá hef ég lagt mikið upp úr að fá eitthvað alveg spes á jólunum og ég drekk malt og appelsín en ekki kakó með jólamatnum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
02.09.2024

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði
Matur
02.09.2024

Vel heppnað Kjúklingafestival

Vel heppnað Kjúklingafestival
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
29.03.2024

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma