fbpx
Fimmtudagur 15.ágúst 2024
Matur

Þetta eru smákökurnar sem kljúfa internetið: „Var einhver að baka fyrir einhvern sem honum er illa við?“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Föstudaginn 23. nóvember 2018 22:00

Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil umræða hefur skapast síðustu daga á íslenska Facebook-hópnum Matartips! Eftir að einn matgæðingur auglýsti eftir uppskrift að smákökum með gráðaosti. Finnst mörgum þetta hljóma ansi skringilega þar sem smákökurnar innihalda einnig marsipan.

„Þessi samblanda er ein sú furðulegasta sem ég hef lesið. Var einhver að baka fyrir einhvern sem honum er illa við og fann uppá þessum „kökum“??“ skrifar einn matgæðingurinn og fleiri taka í sama streng.

Þetta innlegg hefur vakið mikla athygli.

„Þessar kökur væru amk endapunkturinn minn í að treysta fólki fyrir heimabökuðum smákökum.“

Hins vegar eru fjölmargir sem segja kökurnar vera algjört lostæti.

„Mjög góðar kökur hef bakað nokkur þúsund svona kökur,“ skrifar einn og annar bætir við:

„Ójá dásemdar kökur og konfektmolar. Baka þær alltaf. Ómissandi.“

Í þræðinum koma margir til hjálpar og benda á að kökurnar heiti Endapunktar og komi upprunalega úr uppskriftabókinni Ostalyst. Er einn matgæðingur svo vænn að birta uppskriftina úr bókinni sem fylgir með hér fyrir neðan.

Endapunktar

Hráefni:

250 g möndlumassi
100 g flórsykur
1–2 eggjahvítur
50 g gráðaostur, rifinn
50 g hreinn rjómaostur
1 tsk. súrmjólk
brætt súkkulaði

Aðferð:

Hnoðið saman möndlumassann og flórsykurinn og bætið eggjahvítunum smátt og smátt saman við. Hrærið saman rjómaosti, gráðaosti og súrmjólk og blandið út í deigið. Hnoðið vel. Sé deigið of þykkt má bæta við eggjahvítu en verði það of þunnt má bæta í það flórsykri.

Setjið deigið með teskeið á vel smurða plötu og bakið í miðjum ofni við um það bil 200°C í 7 – 8 mínútur. Þegar endapunktarnir eru orðnir kaldir á að dýfa þeim í brætt súkkulaði.

Ágæt tilbreyting er að setja 1 matskeið af sérríi, koníaki eða líkjör út í deigið.

Endapunktarnir eru hinn fullkomni endir á góðri máltíð, með kaffi og ef til vill sérríi, koníaki eða slíku. Geymið í vel lokuðum plastpoka á köldum stað eða í frysti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
18.03.2024

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum
Matur
15.03.2024

Kjúklingur í rjómalagaðri sósu

Kjúklingur í rjómalagaðri sósu
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Matur
05.11.2023

Guðdómleg perubaka

Guðdómleg perubaka
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
29.10.2023

Snúðahringur með hnetusmjörs- og Dumle karamellufyllingu

Snúðahringur með hnetusmjörs- og Dumle karamellufyllingu
Matur
28.10.2023

Mango Chutney kjúklingur

Mango Chutney kjúklingur