fbpx
Fimmtudagur 17.apríl 2025
Matur

Þvílík snilld: Heimagerðir sykurpúðar eru miklu einfaldari en þið haldið – Sjáið uppskriftina

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 22. nóvember 2018 17:00

Skemmtilegt að búa til sykurpúða.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sykurpúðar eru afar vinsælir meðal yngstu kynslóðarinnar þó þeir séu langt frá því hollasta fæðan sem hægt er að fá sér. Hins vegar er mjög gaman að leika sér að því að búa til sykurpúðana sjálfur heima við og jafnvel hægt að búa til alls konar fígúrúr úr þeim.

Heimagerðir sykurpúðar

Hráefni:

16 blöð matarlím (ca 1 1/2 pakki eða 28 g)
1/4 bolli vatn
1 bolli sykur
1 tsk. vanilludropar
smá salt
flórsykur

Ýmislegt hægt að gera með sykurpúða.

Aðferð:

Takið til form og smyrjið það vel. Dustið flórsykri ofan í það og dreifið honum vel um formið. Ég notaði 17 sentímetra form og fannst mínir sykurpúðar fullkomnir er varðar þykkt. Ef þið viljið þykkari notið þið minna form, ef þið viljið þynnri notið þið stærra form. Byrjið á því að leggja matarlímsblöðin í bleyti í köldu vatni (ekki 1/4 bollanum í uppskriftinni). Leyfið þessu að standa í nokkrar mínútur þar til límið er búið að blómgast. Setjið vatn og sykur í pott og hitið yfir meðalhita þar til sykurinn hefur leysts upp. Gott er að hræra reglulega í blöndunni. Leyfið blöndunni að malla áfram á meðalhita þar til blandan hefur náð hitastiginu 115°C. Hér er nauðsynlegt að nota hitamæli. Takið pottann af hitanum og blandið matarlíminu saman við. Bætið síðan salti og vanilludropum saman við. Auðvitað getið þið notað annað bragðefni og líka blandað saman matarlit ef þið viljið lita sykurpúðana. Hellið blöndunni í skál og hrærið á fullum styrk í nokkrar mínútur þar til blandan er orðin hvít, frekar þykk og minnir helst á marengs áður en hann er bakaður. Hellið blöndunni strax í formið svo hún hlaupi ekki í kekki. Stráið flórsykri yfir og kælið í ísskáp í að minnsta kosti 4 klukkutíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
06.10.2024

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“
Matur
17.09.2024

Skál komin á framtíðarheimili í hjarta miðborgarinnar

Skál komin á framtíðarheimili í hjarta miðborgarinnar
Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins
Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
Matur
18.03.2024

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum
Matur
15.03.2024

Kjúklingur í rjómalagaðri sósu

Kjúklingur í rjómalagaðri sósu