Það er dásamlegt að bjóða uppá góða ídýfu á mannamótum, en þessi ídýfa slær öll met. Við erum að tala um beikon, rjómaost, spínat og nóg af osti. Algjört himnaríki í ídýfuformi.
Hráefni:
10 beikonsneiðar
225 g mjúkur rjómaostur
1/3 bolli mæjónes
1/3 bolli sýrður rjómi
1 tsk hvítlaukskrydd
1 tsk paprikukrydd
450 g spínat, saxað
1 bolli rifinn parmesan ostur
1 bolli rifinn ostur
1 baguette brauð, skorið í sneiðar og ristað
Aðferð:
Hitið ofninn í 175°C. Steikið beikonið þar til það er stökkt, eða í um 8 mínútur. Þerrið á pappírsþurrku og saxið síðan smátt. Blandið rjómaosti, mæjónesi, sýrðum rjóma og kryddi saman í skál og saltið og piprið eftir smekk. Blandið spínati, beikoni, parmesan og 3/4 bolla af ostinum saman við. Hellið blöndunni í eldfast mót og dreifið restinni af ostinum yfir. Bakið í 25 til 30 mínútur og berið fram með ristuðu brauði.