Smákökusamkeppni Kornax var haldin fyrir stuttu en vinningshafinn að þessu sinni var Carola Ida Köhler, eins og við á matarvefnum höfum sagt frá.
Sjá einnig: Tannsmiður vann loksins smákökukeppni eftir margar tilraunir:„Núna get ég hætt á toppnum“.
Meðfylgjandi eru vinningskökurnar sem heita Hvít jól og eru afar jólalegar kökur með fallegum gylltum snjóflögum.
Smákökur – Hráefni:
1¾ bolli KORNAX hveiti
½ tsk. lyftiduft
¼ tsk. salt
115 g smjör (mjúkt)
½ bolli púðursykur
½ bolli sykur
1 egg
1 tsk. vanilludropar
rifið hýði af einni sítrónu
2 msk. sítrónusafi
1½ bolli kókosflögur sætar (muldar gróft)
100 g hvítir súkkulaðidropar frá NÓA SIRÍUS
Fylling – Hráefni:
2 dl lemon curd
3 dl kókosflögur (muldar gróft)
Súkkulaðihjúpur – Hráefni:
200 g hvítir súkkulaðidropar frá NÓA SIRIUS
Aðferð:
Hitið ofninn í 180 °C, setjið kókosflögur á bökunarpappír í ofnskúffu og ristið í ofni í um.þ.b.. 5 mín.
(Passið að brenna ekki, á að vera gullið á lit). Hrærið mjúku smjöri og sykri saman, bætið við eggi, vanilludropum, rifnum sítrónuberki og sítrónusafa við deigið, hrærið þar til það hefur blandast vel saman. Þá er hveiti, lyftidufti og salti bætt við. Blandið að lokum kókosflögum og hvítu súkkulaði saman við. Setjið inn í ísskáp í um.þ.b. 30 mín, búið til kúlur og setjið á bökunarpappír. Þrýstið þumli í miðja kökuna til að búa til góða holu. Hrærið saman lemon curd og kókosflögum í skál. Setjið þá góða teskeið af fyllingu í hverja köku og bakið í um.þ.b. 12 mín við 180°C. Kælið kökurnar.
Bræðið 200 g af hvítum súkkulaðidropum frá NÓA SIRÍUS yfir vatnsbaði og setjið yfir hverja köku með teskeið. Skreytið að vild.