fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Matur

Þetta er smákakan sem rústaði samkeppninni: Sítrónur, kókos og nóg af súkkulaði

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 21. nóvember 2018 19:30

Girnilegar vinningskökur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Smákökusamkeppni Kornax var haldin fyrir stuttu en vinningshafinn að þessu sinni var Carola Ida Köhler, eins og við á matarvefnum höfum sagt frá.

Sjá einnig: Tannsmiður vann loksins smákökukeppni eftir margar tilraunir:„Núna get ég hætt á toppnum“.

Meðfylgjandi eru vinningskökurnar sem heita Hvít jól og eru afar jólalegar kökur með fallegum gylltum snjóflögum.

Hvít jól

Smákökur – Hráefni:

1¾ bolli KORNAX hveiti
½ tsk. lyftiduft
¼ tsk. salt
115 g smjör (mjúkt)
½ bolli púðursykur
½ bolli sykur
1 egg
1 tsk. vanilludropar
rifið hýði af einni sítrónu
2 msk. sítrónusafi
1½ bolli kókosflögur sætar (muldar gróft)
100 g hvítir súkkulaðidropar frá NÓA SIRÍUS

Fylling – Hráefni:

2 dl lemon curd
3 dl kókosflögur (muldar gróft)

Súkkulaðihjúpur – Hráefni:

200 g hvítir súkkulaðidropar frá NÓA SIRIUS

Hér má sjá Carolu í miðjunni ásamt Elenóru og Ásdísi sem lentu í 2. og 3. sæti.

Aðferð:

Hitið ofninn í 180 °C, setjið kókosflögur á bökunarpappír í ofnskúffu og ristið í ofni í um.þ.b.. 5 mín.
(Passið að brenna ekki, á að vera gullið á lit). Hrærið mjúku smjöri og sykri saman, bætið við eggi, vanilludropum, rifnum sítrónuberki og sítrónusafa við deigið, hrærið þar til það hefur blandast vel saman. Þá er hveiti, lyftidufti og salti bætt við. Blandið að lokum kókosflögum og hvítu súkkulaði saman við. Setjið inn í ísskáp í um.þ.b. 30 mín, búið til kúlur og setjið á bökunarpappír. Þrýstið þumli í miðja kökuna til að búa til góða holu. Hrærið saman lemon curd og kókosflögum í skál. Setjið þá góða teskeið af fyllingu í hverja köku og bakið í um.þ.b. 12 mín við 180°C. Kælið kökurnar.

Bræðið 200 g af hvítum súkkulaðidropum frá NÓA SIRÍUS yfir vatnsbaði og setjið yfir hverja köku með teskeið. Skreytið að vild.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
Matur
06.12.2023

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi
Matur
05.12.2023

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum