Ef þú ert ekki búin/n að ákveða hvað er í matinn í kvöld þá mælum við heilshugar með þessum einfalda parmesan kjúklingi sem er tilvalið að bera fram með góðu salati, kartöflum eða bara hverju sem er.
Hráefni:
½ bolli mæjónes
¼ bolli rifinn parmesan ostur
4 kjúklingabringur
4 msk brauðrasp
Aðferð:
Hitið ofninn í 220°C. Blandið mæjónesi og osti saman í meðalstórri skál. Raðið kjúklingi á ofnplötu. Dreifið mæjónesblöndunni jafnt á bringurnar og drissið síðan brauðraspi yfir. Bakið í um 20 mínútur, eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn.