fbpx
Sunnudagur 06.apríl 2025
Matur

Auðveldustu karamellur í heimi: Bara fimm hráefni og málið leyst

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Föstudaginn 2. nóvember 2018 19:00

Þessar eru ljúffengar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ofboðslega gaman að búa til sælgæti sjálfur, en oft tekur það mikinn tíma og fyrirhöfn. Hér er á ferð einstaklega einföld uppskrift að mjúkum karamellum, eða fudge, sem klikkar seint. Einstaklega jólegar karamellur í þokkabót.

Piparköku karamellur

Hráefni:

340 g hvítt súkkulaði, brætt
1 bolli sæt dósamjólk (e. Sweetened condensed milk)
1 tsk. múskat
1 tsk. kanill
1 tsk. engifer
(kökuskraut ef vill)

Aðferð:

Blandið súkkulaði og mjólk vel saman í skál. Bætið kryddi út í og hrærið. Klæðið eldfast mót eða kökuform með smjörpappír og smyrjið það. Setjið blönduna í formið og inn í ísskáp í tvo klukkutíma. Skerið í bita og njótið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
KynningMatur
28.07.2024

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum