fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
Matur

Fólk kallar þetta skýjabrauð: Himnaríki fyrir þá sem eru á lágkolvetnakúrnum

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 19. nóvember 2018 11:30

Skýjabrauðið slær í gegn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir sem borða ketó, eða er á svokölluðum lágkolvetnakúr, þurfa að baka þetta skýjabrauð. Það eru nefnilega margir sem sakna brauðsins þegar að kolvetnin hverfa úr mataræðinu og þá kemur þetta brauð eins og himnasending.

Skýjabrauð

Hráefni:

3 stór egg við stofuhita
1/4 tsk cream of tartar
smá sjávarsalt
55 g mjúkur rjómaostur

Aðferð:

Hitið ofninn í 150°C og setjið smjörpappír á stóra ofnplötu. Skiljið eggin í tvær meðalstórar skálar. Bætið cream of tartar og salti við eggjahvíturnar og stífþeytið þær. Blandið eggjarauðum og rjómaosti saman og blandið síðan eggjahvítunum varlega saman við með sleif eða sleikju. Búið til átta hringlaga brauð úr deiginu á ofnplötunni og bakið þar til þau hafa náð fallega ljósbrúnum lit, eða í 25 til 30 mínútur. Til að poppa þetta upp er hægt að strá smá rifnum osti yfir brauðin og setja þau aftur inn í ofn í 2 til 3 mínútur til viðbótar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
04.04.2024

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna