fbpx
Þriðjudagur 07.janúar 2025
Matur

Elskar þú súkkulaði? Þá þarftu að lesa þessa uppskrift

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 19. nóvember 2018 19:00

Unaðsbitar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það styttist í jólin og margir byrjaðir á jólabakstrinum. Hér er á ferð uppskrift að svokölluðum Crinkle smákökum sem eru mjög vinsælar vestan hafs og algjör unaður í smákökuformi.

Crinkle smákökur

Hráefni:

3/4 bolli sykur
1/4 bolli olía
1 tsk. vanilludropar
2 egg
1 bolli hveiti
1/2 bolli kakó
1 tsk. instant kaffi
1 tsk. lyftiduft
1/4 tsk. salt
1/2 bolli flórsykur

Æðislegar.

Aðferð:

Blandið saman sykri, olíu og vanilludropum. Bætið eggjunum því næst saman við, einu í einu. Blandið hveiti, kakói, instant kaffi, lyftiduft og salti vel saman við þar til allt er blandað saman. Deigið líkist meira blautu kökudeigi en smákökudeigi. Pakkið deiginu inní plastfilmu og kælið í ísskáp í að minnsta kosti 2 klukkustundir. Hitið ofninn í 180°C og setjið smjörpappír á ofnplötur. Hellið flórsykrinum í skál. Takið deigið úr ísskápnum og búið til litlar kúlur úr því, sem þið síðan veltið vel og vandlega upp úr flórsykrinum. Það er mikilvægt að kúlan sé algjörlega hulin með flórsykri því eitthvað af honum bráðnar ofan í kökudeigið við bakstur. Raðið kúlunum á ofnplöturnar og bakið í 10-12 mínútur. Leyfið kökunum að kólna í nokkrar mínútur áður en þið takið þær af plötunum og hámið í ykkur.

Fallegar á borði.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
18.07.2024

Skíthæll í Costco vekur hlátur

Skíthæll í Costco vekur hlátur
Matur
13.07.2024

Ertu með frábæra uppskrift að brauðtertu? Þá getur þú orðið Íslandsmeistari og fengið glæsileg verðlaun

Ertu með frábæra uppskrift að brauðtertu? Þá getur þú orðið Íslandsmeistari og fengið glæsileg verðlaun
Matur
28.01.2024

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti
Matur
25.01.2024

Eldabuskan breytir matarvenjum fólks

Eldabuskan breytir matarvenjum fólks
Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn