Það getur verið vandasamt að búa til jafn einfaldan rétt og eggjakakan er. Vefritið Delish býður uppá frábærar leiðbeiningar sem við verðum að deila með lesendum matarvefsins.
Hráefni:
2 stór egg
salt og pipar
chili flögur
2 msk. smjör
¼ bolli rifinn cheddar ostur
2 msk. ferskur graslaukur, saxaður
Aðferð:
Takið ykkur meðalstóra skál í hönd og þeytið eggin þar til hvítan og rauðan hafa blandast vel saman. Kryddið með salti og pipar og smá chili flögum.
Bræðið smjörið yfir meðalhita á meðalstórri pönnu.
Hellið eggjunum á pönnuna og hallið henni þannig að eggin hylji pönnuna.
Þegar eggin byrja að eldast notið þið sleikju til að færa kantana nær miðjunni. Hallið pönnunni þannig að óelduðu eggin renni út á kanta pönnunnar.
Þegar að botninn er eldaður en toppurinn enn blautur, stráið osti og vorlauk á annan helming eggjakökunnar.
Takið sleikjuna og brjótið upp á eggjakökuna og rennið henni síðan á disk.