fbpx
Sunnudagur 28.júlí 2024
Matur

Ómótstæðilegt Þristagott frá Maríu Gomez

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Sunnudaginn 18. nóvember 2018 12:00

Virkilega girnilegt. Mynd: María Gomez.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær fjölluðum við um sögu Þristsins. Að því tilefni ákváðum við að deila einni uppskrift þar sem Þristur er í aðalhlutverki. Þetta Þristagott kemur úr smiðju Maríu Gomez á paz.is og ætti að renna ljúflega niður.

Sjá einnig: Saga Þristsins handskrifuð á blað: Eitt vinsælasta sælgæti Íslands – Átta Þristar framleiddir á sekúndu – „Unnendur Þrists fara ekki í pásu“.

Þristagott

Botn – Hráefni:

300 g Þristar (einn poki + einn stór þristur)
1 poki Apollo lakkrískurl svart (ekki fyllt eða með súkkulaðihúð, bara „plain“ svart)
120 g smjör eða Ljóma
100 g Rice Krispies

Krem ofan á – Hráefni:

30 g smjör eða Ljóma
200 g hreint Milka-súkkulaði

Aðferð:

Bræðið saman Þrista og smjör í potti við vægan til meðalhita og hrærið í á meðan. Þegar þetta er alveg orðið bráðnað slökkvið þá undir pottinum. Bætið svo strax við Rice Krispies og lakkrís og hrærið vel saman. Setjið svo í eldfast mót með smjörpappa undir og setjið í frysti á meðan kremið er gert. Bræðið nú saman yfir vatnsbaði Milka-súkkulaði og 30 g smjöri. Takið þristagottið úr frystinum og hellið súkkulaðikreminu yfir allt, jafnt. Stingið aftur í frysti og leyfið því að vera þar í eina klukkustund áður en það er borðað (að minnsta kosti, en má vera mikið lengur). Takið út um 15 mínútum áður en þess er neytt og leyfið að standa á borði. Skerið í litla bita eftir þessar 15 mínútur og geymið svo ávallt í frysti ef eitthvað verður eftir.

Þristagott að hætti Maríu Gomez.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Lýst eftir My Ky Le
Matur
10.02.2024

Vatnsdeigsbollur með lakkrís og hindberjum að hætti Elenoru

Vatnsdeigsbollur með lakkrís og hindberjum að hætti Elenoru
Matur
28.01.2024

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti
Matur
21.12.2023

Grilluð nautalund beint á kolum með brenndum laukum og lauksmjöri  

Grilluð nautalund beint á kolum með brenndum laukum og lauksmjöri  
Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
02.11.2023

B.L.T. með twisti

B.L.T. með twisti
Matur
27.10.2023

Ítölsk tortellini tómatsúpa

Ítölsk tortellini tómatsúpa
Matur
26.10.2023

Tikka masala grænmetisætunnar

Tikka masala grænmetisætunnar