Maður þarf alltaf reglulega að nota ímyndunaraflið í eldhúsinu, sérstaklega þegar maður á ýmsa afganga sem þarf að matreiða svo þeir endi ekki í ruslinu.
Hér er mjög góð uppskrift að afgangamat, en hægt er að skipta út ýmsum hráefnum fyrir það sem þið eigið í ísskápnum. Við mælum með að skipta samt ekki út baununum þar sem þær eru mikilvægur patur af svona chili-rétt.
Hráefni:
2 msk. ólífuolía
1 meðalstór laukur, saxaður
1 meðalstór græn paprika, söxuð
2 sellerístilkar, saxaðir
1 msk. tómatpúrra
800 g nautahakk
3 msk. chili krydd
2 tsk. kúmen
1 tsk. hvítlaukskrydd
salt og pipar
1 dós saxaðir tómatar
1 dós nýrnabaunir, með safa
1 dós pinto-baunir, með safa
rifinn cheddar ostur, til að skreyta með
vorlaukur, skorinn í bita, til að skreyta með
Aðferð:
Hitið olíu í stórum potti yfir meðalhita. Bætið lauk, papriku og sellerí út í og eldið í um 5 mínútur. Bætið tómatpúrrunni saman við og hrærið stanslaust þar til hún hefur dökknað, í um 2 mínútur. Bætið hakki saman við og eldið þar til kjötið er ekki bleikt lengur. Fjarlægið fituna og setjið aftur á helluna. Bætið chili kryddi, kúmen og hvítlaukskryddi saman við, sem og salti og pipar. Hellið söxuðum tómötum saman við, fyllið síðan dósina hálfa af vatni og bætið saman við í pottinum. Bætið baununum og safa þeirra saman við og hrærið vel. Náið upp suðu og lækkið síðan hitann. Látið malla í um 40 mínútur. Smakkið til og kryddið eftir smekk. Setjið í skálar, skreytið með osti og vorlauk og berið fram.