fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Matur

Hægeldað svínakjöt með kjúklingabaunum

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Laugardaginn 17. nóvember 2018 18:00

Góður helgarmatur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er um að gera að eyða aðeins meiri tíma í eldhúsinu um helgar. Hér kemur ein uppskrift sem þarf að nostra aðeins við og er þess virði.

Hægeldað svínakjöt með kjúklingabaunum

Hráefni:

1 msk. chili flögur
1 msk. svört piparkorn
1 msk. fennelfræ
1,8 kg svínakjöt
2 msk. salt
4 msk. ólífuolía
1 meðalstór laukur, skorinn í bita
1 hvítlaukshaus, skorinn í helming
4 lárviðarlauf
2 bollar þurrt hvítvín
2 dósir kjúklingabaunir
½ sítróna
3 msk. steinselja, smátt söxuð

Aðferð:

Myljið chili flögur, piparkorn og fennel fræ með mortar. Saltið svínakjötið vel og kryddið síðan með piparblöndunni. Nuddið kryddinu vel inn í kjötið. Klæðið svínakjötið í plastfilmu og passið að hún sé mjög þétt. Leyfið kjötinu að sitja í klukkutíma við stofuhita eða í ísskáp yfir nótt. Hitið ofninn í 160°C. Hitið tvær matskeiðar af olíu í potti og steikið kjötið á öllum hliðum í 10 til 12 mínútur í heild. Setjið svínakjötið á disk. Hellið fitunni úr pottinum og bætið restinni af olíunni saman við og hitið yfir meðalhita. Eldið lauk og hvítlauk og hrærið reglulega í um 2 mínútur. Hrærið lárviðarlaufum saman við og skellið svínakjötinu í pottinn. Hellið víninu saman við sem og 2 bollum af vatni. Setjið lok á pottinn og setjið hann inn í ofn. Bakið í 2 ½ til 3 klukkutíma en passið að snúa svínakjötinu á 45 mínútna fresti. Setjið kjötið á disk og leyfið því að kólna aðeins áður en það er skorið í stóra bita. Setjið kjötið og kjúklingabaunir í pottinn og hitið yfir lágum hita. Eldið með lok á pottinum í 12 til 15 mínútur. Kreistið síðan sítrónusafa yfir og skreytið með steinselju.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
Matur
06.12.2023

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi
Matur
05.12.2023

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum