Nachos-réttir eru alltaf jafnvinsælir enda eru þeir einfaldir, fljótlegir og hitta alltaf í mark. Hér er einn ansi góður sem getur hæglega bjargað helginni.
Hráefni:
500 – 600 g tortilla-flögur
3 bollar rifinn ostur
3 bollar rifinn cheddar ostur
1 dós stappaðar baunir (refried beans)
1 dós svartar baunir
300 g hakk, kryddað með taco kryddi
1 græn paprika, skorin í þunnar ræmur
1 meðalstór laukur, smátt saxaður
1 krukka taco sósa
1½ bolli salsa sósa
2 bollar sýrður rjómi
1 krukka súrsaður jalapeno í sneiðum
6 vorlaukar, smátt skornir
1½ bolli maískorn
2 lárperur, skornar í bita
1 bolli kóríander, smátt skorið
Aðferð:
Stillið ofninn á grillstillingu. Takið til tvær ofnplötur og dreifið tortilla-flögunum á milli þeirra tveggja. Dreifið síðan ostinum yfir flögurnar og bætið síðan baunakássunni, baununum, hakkinu, papriku og lauk þar ofan á. Grillið í 3 til 6 mínútur eða þar til osturinn hefur bráðnað og flögurnar farnar að brúnast. Takið úr ofninum og skreytið með sósunum, jalapeno, vorlauk, maís, lárperu og kóríander. Berið strax fram.