fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Matur

Auðveldar súkkulaðibitakökur úr smiðju Sollu Eiríks

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Laugardaginn 17. nóvember 2018 11:45

Solla gefur uppskrift að súkkulaðibitakökum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér er á ferð ný uppskrift frá Sollu Eiríks að súkkulaðibitakökum sem henta vegan lífsstíl. Allt hráefnið er að auki lífrænt ræktað.

Súkkulaðibitakökur

Hráefni:

⅔ bolli kókosolía, bráðin
⅔ bolli kókospálmasykur
⅔ bolli hrásykur
½ bolli mjólk, t.d. möndlu eða haframjólk
2 tsk. vanilla
2 ½ bolli spelt, fínt og gróft til helminga
1 tsk. vínsteinslyftiduft
1 tsk. matarsódi
½ tsk. sjávarsaltflögur
200 g 71% dökkt súkkulaði, saxað

Girnilegar. Mynd: Hildur Ársælsdóttir

Aðferð:

Blandið saman kókosolíu og sykri, t.d. í hrærivél eða skál. Bætið möndlumjólkinni og vanillunni út í. Setjið þurrefnin út í og blandið létt. Að lokum bætist saxað súkkulaðið við, rétt blandið því lauslega út í. Fínt er að kæla deigið aðeins áður en þið mótið litlar kökur til að setja á bökunarpappír. Kökurnar breiða vel úr sér í ofninum svo passið að hafa nóg bil á milli. Bakið kökurnar í forhituðum ofninn við 175°C, í 12-14 mínútur. Takið bökunarpappírinn af ofnplötunni og látið kökurnar kólna áður en þið freistist til að smakka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
28.01.2024

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti
Matur
25.01.2024

Eldabuskan breytir matarvenjum fólks

Eldabuskan breytir matarvenjum fólks
Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
02.11.2023

B.L.T. með twisti

B.L.T. með twisti
Matur
01.11.2023

BBQ kjúklingasalat með mangó, fetaosti og nachoskurli

BBQ kjúklingasalat með mangó, fetaosti og nachoskurli
Matur
29.10.2023

Snúðahringur með hnetusmjörs- og Dumle karamellufyllingu

Snúðahringur með hnetusmjörs- og Dumle karamellufyllingu