Það er fátt betra en góð ídýfa en hér er á ferð sannkölluð partíídýfa sem lætur fólk tala – og borða.
Hráefni:
115 g mjúkur rjómaostur
1/3 bolli sýrður rjómi
1/3 bolli mæjónes
1¼ bolli rifinn ostur
1 stór tómatur, saxaður
2 msk. ferskt basil, saxað, eða 1 tsk. þurrkað basil
1 hvítlauksgeiri, smátt saxaður
¼ tsk. sjávarsalt
1 jalapeno pipar, smátt skorinn
85 g pepperóní eða skinka, grófsöxuð
¼ bolli rifinn parmesan ostur
ferskt basil til að skreyta með
Aðferð:
Hitið ofninn í 190°C. Blandið rjómaosti, sýrðum rjóma, mæjónesi og ¾ bolla af rifnum osti saman í meðalstórri skál. Dreifið úr blöndunni í botninum á eldföstu móti. Blandið tómötum, basil, hvítlauk og salti saman í lítilli skál og dreifið yfir ostablönduna. Stráið pepperóní/skinku, jalapeno, restinni af rifna ostinum og parmesan yfir herlegheitin og bakið í 25 til 30 mínútur. Skreytið með fersku basil og berið fram með snakki eða góðu brauði.