Það er ofboðslega gaman að búa til sitt eigið jólakonfekt en það vex mörgum í augum. Þetta konfekt er hins vegar ofboðslega auðvelt og þarf bara að láta það malla í örbylgjuofni.
Hráefni:
1 1/2 bolli salthnetur
1 bolli sykur
1/2 bolli ljóst síróp
1/8 tsk. salt
1 tsk. vanilludropar
1 msk. smjör
1 tsk. matarsódi
Aðferð
Takið til ofnplötu eða stóran bakka og klæðið með smjörpappír. Takið til stóra glerskál sem þolir örbylgjuofn. Blandið salthnetum, sykri, ljósu sírópi og salti saman í skálinni. Setjið skálina inn í örbylgjuofn og blastið á fullum styrk í 6 til 7 mínútur. Á mínum öbba voru það sex, en blandan á að bubbla og vera fallega brún. Bætið vanilludropum og smjöri vel saman við og blastið á fullum styrk í 2 til 3 mínútur til viðbótar. Blandið matarsódanum strax saman við og hrærið vel. Passið ykkur því blandan á eftir að freyða vel þegar matarsódinn snertir hana. Hellið blöndunni í formið og leyfið henni að storkna í um hálftíma við stofuhita. Brjótið í bita og njótið, nú eða geymið.