fbpx
Þriðjudagur 07.janúar 2025
Matur

Örbylgjuofn er allt sem þarf: Jólakonfektið klárt á 10 mínútum

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Föstudaginn 16. nóvember 2018 13:00

Hnetur, karamella og gleði.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ofboðslega gaman að búa til sitt eigið jólakonfekt en það vex mörgum í augum. Þetta konfekt er hins vegar ofboðslega auðvelt og þarf bara að láta það malla í örbylgjuofni.

Jólakonfektið klárt á tíu mínútum

Hráefni:

1 1/2 bolli salthnetur
1 bolli sykur
1/2 bolli ljóst síróp
1/8 tsk. salt
1 tsk. vanilludropar
1 msk. smjör
1 tsk. matarsódi

Fáránlega einfalt.

Aðferð

Takið til ofnplötu eða stóran bakka og klæðið með smjörpappír. Takið til stóra glerskál sem þolir örbylgjuofn. Blandið salthnetum, sykri, ljósu sírópi og salti saman í skálinni. Setjið skálina inn í örbylgjuofn og blastið á fullum styrk í 6 til 7 mínútur. Á mínum öbba voru það sex, en blandan á að bubbla og vera fallega brún. Bætið vanilludropum og smjöri vel saman við og blastið á fullum styrk í 2 til 3 mínútur til viðbótar. Blandið matarsódanum strax saman við og hrærið vel. Passið ykkur því blandan á eftir að freyða vel þegar matarsódinn snertir hana. Hellið blöndunni í formið og leyfið henni að storkna í um hálftíma við stofuhita. Brjótið í bita og njótið, nú eða geymið.

Passar vel í jólapakkann.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
18.07.2024

Skíthæll í Costco vekur hlátur

Skíthæll í Costco vekur hlátur
Matur
13.07.2024

Ertu með frábæra uppskrift að brauðtertu? Þá getur þú orðið Íslandsmeistari og fengið glæsileg verðlaun

Ertu með frábæra uppskrift að brauðtertu? Þá getur þú orðið Íslandsmeistari og fengið glæsileg verðlaun
Matur
28.01.2024

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti
Matur
25.01.2024

Eldabuskan breytir matarvenjum fólks

Eldabuskan breytir matarvenjum fólks
Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn