fbpx
Miðvikudagur 12.febrúar 2025
Matur

Við gerum lífið auðveldara: Byggðu þitt eigið piparkökuhús með þessum formum – Prentaðu þau út núna

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 15. nóvember 2018 23:00

Skemmtilegt hús.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það getur verið stressandi að búa til sitt eigið piparkökuhús og auðvitað er miklu fljótlegra að kaupa kökurnar tilbúnar og líma þær saman með brenndum sykri eða glassúr.

Hér eru hins vegar teikningar af skemmtilegu piparkökuhúsi sem fengnar eru af Good Housekeeping, og býður upp á mikla möguleika í skreytingum. Fyrir neðan teikningarnar er einnig okkar uppáhalds piparkökuuppskrift ef þið eigið ekki eina sjálf. Hægri smellið einfaldlega á myndirnar hér fyrir neðan og vistið.

Mynd nr. 1:

Mynd nr. 2:

Mynd nr. 3:

Mynd nr. 4:

Piparkökurnar hennar mömmu

Hráefni:

4 dl hveiti
1 1/2 dl sykur
1 tsk. engifer
2 tsk. kanill
1 tsk. negull
múskat á hnífsoddi
1 tsk. matarsódi
1/8 tsk. pipar
90 g smjör
1/2 dl síróp
1/2 dl mjólk

Aðferð:

Hitið ofninn í 200°C og takið til bökunarpappírsklæddar ofnplötur. Blandið öllum þurrefnum saman í skál. Myljið smjörið saman við þurrefnin. Búið til holu í deigið. Hellið sírópinu og mjólkinni í holuna og hrærið saman. Setjið deigið á borð og hnoðið. Fletjið deigið út með kökukefli og stingið út myndir eða mótið úr því kúlur. Bakið kökurnar í miðjum ofni í 10 mínútur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
02.09.2024

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði
Matur
02.09.2024

Vel heppnað Kjúklingafestival

Vel heppnað Kjúklingafestival
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
29.03.2024

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma