Það getur verið stressandi að búa til sitt eigið piparkökuhús og auðvitað er miklu fljótlegra að kaupa kökurnar tilbúnar og líma þær saman með brenndum sykri eða glassúr.
Hér eru hins vegar teikningar af skemmtilegu piparkökuhúsi sem fengnar eru af Good Housekeeping, og býður upp á mikla möguleika í skreytingum. Fyrir neðan teikningarnar er einnig okkar uppáhalds piparkökuuppskrift ef þið eigið ekki eina sjálf. Hægri smellið einfaldlega á myndirnar hér fyrir neðan og vistið.
Hráefni:
4 dl hveiti
1 1/2 dl sykur
1 tsk. engifer
2 tsk. kanill
1 tsk. negull
múskat á hnífsoddi
1 tsk. matarsódi
1/8 tsk. pipar
90 g smjör
1/2 dl síróp
1/2 dl mjólk
Aðferð:
Hitið ofninn í 200°C og takið til bökunarpappírsklæddar ofnplötur. Blandið öllum þurrefnum saman í skál. Myljið smjörið saman við þurrefnin. Búið til holu í deigið. Hellið sírópinu og mjólkinni í holuna og hrærið saman. Setjið deigið á borð og hnoðið. Fletjið deigið út með kökukefli og stingið út myndir eða mótið úr því kúlur. Bakið kökurnar í miðjum ofni í 10 mínútur.