Þegar kjúklingur er skolaður dreifast bakteríurnar, sem eru á yfirborði hans, um. Þær geta slest á vaskinn og upp á vegginn. Það er því betra að þær sitji fastar á kjúklingnum sem verður síðan eldaður en þá drepast bakteríurnar og verða þar með skaðlausar. Bakteríurnar sem hér um ræðir eru kampýlóbakter sem geta valdið svæsnum sýkingum í maga og þar með heiftarlegum niðurgangi og almennri vanlíðan.
Það er því snjallræði að nota eldhúspappír til að þerra kjúklinginn og þurrka safan af honum og henda pappírnum síðan beint í ruslið.