fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
Matur

Þess vegna má ekki skola hráan kjúkling

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 15. nóvember 2018 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef þú hefur vanið þig á að skola hráan kjúkling eða hella safanum af honum í vaskinn þá skaltu lesa þetta. Þú ættir nefnilega að hætta þessu alveg. Ástæðan er að bakteríur af yfirborði kjúklingsins geta valdið veikindum hjá fólki.

Þegar kjúklingur er skolaður dreifast bakteríurnar, sem eru á yfirborði hans, um. Þær geta slest á vaskinn og upp á vegginn. Það er því betra að þær sitji fastar á kjúklingnum sem verður síðan eldaður en þá drepast bakteríurnar og verða þar með skaðlausar. Bakteríurnar sem hér um ræðir eru kampýlóbakter sem geta valdið svæsnum sýkingum í maga og þar með heiftarlegum niðurgangi og almennri vanlíðan.

Það er því snjallræði að nota eldhúspappír til að þerra kjúklinginn og þurrka safan af honum og henda pappírnum síðan beint í ruslið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
02.09.2024

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði
Matur
02.09.2024

Vel heppnað Kjúklingafestival

Vel heppnað Kjúklingafestival
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
29.03.2024

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma