Það er svo gott að gæða sér á nýbökuðu brauði en þetta heilhveitibrauð er ekki bara einfalt heldur einstaklega bragðgott í þokkabót.
Hráefni:
3 bollar volgt vatn
2 pakkar þurrger
2/3 bolli hunang
3 bollar hveiti
5 1/2 bollar heilhveiti
5 msk. brætt smjör
1 msk. salt
smá sjávarsalt
Aðferð:
Blandið saman vatni, þurrgeri og 1/3 bolla hunangi í stórri skál. Blandið 3 bollum af hvítu hveiti saman við og leyfið þessu að bubbla í hálftíma. Blandið 1/3 bolla af hunangi, 3 msk. af bræddu smjöri og 3 bollum af heilhveiti saman við gerblönduna. Skellið deiginu á borð og hnoðið restina af heilhveitinu saman við smátt og smátt eða þar til deigið er ekki það klístrað að það festist við fingurna. Setjið deigið aftur í skálina og hyljið með viskastykki. Leyfið þessu að hefast við stofuhita í um klukkutíma eða þar til deigið hefur tvöfaldast. Hitið ofninn í 175°C og búið til tvo brauðhleifa úr deiginu. Skellið þeim á smjörpappírsklædda ofnplötu og penslið með restinni af smjörinu. Stráið sjávarsalti yfir brauðin og bakið í 25-30 mínútur.