fbpx
Föstudagur 21.febrúar 2025
Matur

Fullkomið snarl yfir sjónvarpinu: Heimagert snakk sem svíkur engan

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 14. nóvember 2018 21:00

Æðislegar með ídýfu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er gaman að leika sér að búa til snakk heima fyrir þegar mann langar að maula eitthvað yfir imbakassanum á kvöldin. Þetta snakk er tilvalið yfir sjónvarpsglápi og er einstaklega einfalt að gera.

Kanilsnakk

Hráefni:

115 g smjör, brætt
8 hveiti tortilla-pönnukökur
½ bolli sykur
2 msk. kanill

Aðferð:

Hitið ofninn í 200°C. Takið til tvær ofnplötur og klæðið þær með smjör- eða álpappír. Skerið hverja tortilla-köku í tólf þríhyrndar sneiðar. Blandið tortilla-sneiðunum saman við brædda smjörið í skál sem hægt er að loka. Lokið skálinni og hristið rækilega þar til allar sneiðarnar eru þaktar smjöri. Blandið kanil og sykri saman í annarri skál. Blandið síðan kanilsykrinum saman við tortilla-sneiðarnar, lokið skálinni og hristið aftur vel. Raðið sneiðunum á ofnplöturnar og bakið í um fimmtán mínútur. Kælið alveg og njótið strax eða geymið í lofttæmdu íláti í allt að tvo daga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
02.09.2024

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði
Matur
02.09.2024

Vel heppnað Kjúklingafestival

Vel heppnað Kjúklingafestival
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
29.03.2024

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma