Sumar smákökur eru bara betri en aðrar og þessar Toblerone-smákökur eru gott dæmi um það. Ég meina, hver fílar ekki Toblerone?
Hráefni:
1 1/3 bolli hveiti
1 tsk. maíssterkja
1/2 tsk. matarsódi
1/4 tsk. salt
115 g mjúkt smjör
6 msk. púðursykur
1/4 bolli sykur
1 egg
1 tsk. vanilludropar
200 g Toblerone, grófsaxað
Aðferð:
Blandið saman hveiti, sterkju, matarsóda og salti í skál og setjið til hliðar. Hrærið smjör, púðursykur og sykur vel saman. Blandið því næst eggi og vanilludropum saman við. Blandið þurrefnablöndunni varlega saman við. Saxið Toblerone-ið og blandið saman við með sleif. Setjið deigið inn í ísskáp yfir nótt. Svo er líka bara hægt að svindla og henda því inn í frysti í klukkutíma eða svo. Hitið ofninn í 190°C og klæðið ofnplötur með bökunarpappír. Búið til kúlur úr deiginu, raðið þeim samviskusamlega á plöturnar og bakið í 10 mínútur.