fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Matur

Sunneva Einars hætti að fasta og byrjaði að sjá árangur: „Að fasta er alls ekki fyrir alla“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 13. nóvember 2018 11:30

Sunneva gefur góð ráð.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samfélagsmiðlastjarnan Sunneva Einarsdóttir tók sig til í gær og svaraði ýmsum spurningum frá fylgjendum sínum, eins og venja er hjá áhrifavöldum. Sunneva á tæplega fjörutíu þúsund fylgjendur á Instagram og tengdust margar spurninganna líkamsrækt eða næringu.

Sjá einnig: Sunneva Einars fær sér pítsu í hverri viku: „Vinir mínir vilja meina að ég sé 90% pítsa“.

Var Sunneva til dæmis spurð að því hvað henni fyndist best að borða eftir æfingar, en samfélagsmiðlastjarnan er í mjög góðu, líkamlegu formi. Sunneva svaraði að henni þættist best að fá sér hafragraut eftir æfingar og lét uppskrift fylgja með:

Sunneva er vinsæll áhrifavaldur.

„Hafrar og vatn soðið saman, cookies and cream próteini og collageni bætt út í. Svo kanill og frosin hindber yfir.“

Í svarinu bætti hún einnig við að hún hefði prufað að fasta, eins og svo vinsælt er núna, en að það hafi ekki hentað henni.

„Prufaði að fasta í mjög langan tíma og um leið og ég hætti því og byrjaði að borða graut á morgnana fyrir æfingar sá ég strax meiri árangur! Að fasta er alls ekki fyrir alla.“

Fasta er ekki fyrir alla.

Trúir ekki á svindldaga

Instagram-drottningin var einnig spurð að því hvort hún forðaðist einhver matvæli.

„Ef mig langar virkilega í eitthvað þá banna ég mér það ekki. I loove food,“ svaraði Sunneva þá og bætti við að hún trúði ekki á svokallaða svindldaga.

„Tek ekki svindldaga, ég held mér bara á striki mest allan daginn en „svindla“ eitthvað alla daga.“

Sunneva elskar pítsu.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
18.07.2024

Skíthæll í Costco vekur hlátur

Skíthæll í Costco vekur hlátur
Matur
13.07.2024

Ertu með frábæra uppskrift að brauðtertu? Þá getur þú orðið Íslandsmeistari og fengið glæsileg verðlaun

Ertu með frábæra uppskrift að brauðtertu? Þá getur þú orðið Íslandsmeistari og fengið glæsileg verðlaun
Matur
28.01.2024

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti
Matur
25.01.2024

Eldabuskan breytir matarvenjum fólks

Eldabuskan breytir matarvenjum fólks
Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn