Samfélagsmiðlastjarnan Sunneva Einarsdóttir tók sig til í gær og svaraði ýmsum spurningum frá fylgjendum sínum, eins og venja er hjá áhrifavöldum. Sunneva á tæplega fjörutíu þúsund fylgjendur á Instagram og tengdust margar spurninganna líkamsrækt eða næringu.
Sjá einnig: Sunneva Einars fær sér pítsu í hverri viku: „Vinir mínir vilja meina að ég sé 90% pítsa“.
Var Sunneva til dæmis spurð að því hvað henni fyndist best að borða eftir æfingar, en samfélagsmiðlastjarnan er í mjög góðu, líkamlegu formi. Sunneva svaraði að henni þættist best að fá sér hafragraut eftir æfingar og lét uppskrift fylgja með:
„Hafrar og vatn soðið saman, cookies and cream próteini og collageni bætt út í. Svo kanill og frosin hindber yfir.“
Í svarinu bætti hún einnig við að hún hefði prufað að fasta, eins og svo vinsælt er núna, en að það hafi ekki hentað henni.
„Prufaði að fasta í mjög langan tíma og um leið og ég hætti því og byrjaði að borða graut á morgnana fyrir æfingar sá ég strax meiri árangur! Að fasta er alls ekki fyrir alla.“
Instagram-drottningin var einnig spurð að því hvort hún forðaðist einhver matvæli.
„Ef mig langar virkilega í eitthvað þá banna ég mér það ekki. I loove food,“ svaraði Sunneva þá og bætti við að hún trúði ekki á svokallaða svindldaga.
„Tek ekki svindldaga, ég held mér bara á striki mest allan daginn en „svindla“ eitthvað alla daga.“