fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Matur

Matseðill vikunnar: Einstök súpa, rækjupítsa og steik og franskar

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 12. nóvember 2018 13:00

Girnilegir réttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vikurnar líða óþarflega hratt en til að hjálpa ykkur við matseldina í vikunni erum við enn og aftur búin að setja saman vikumatseðil sem lofar ansi hreint góðu.

Mánudagur – Túnfiskur með haug af osti

Uppskrift af Fed and Fit

Hráefni:

250 g tagliatelle, soðið samkvæmt leiðbeiningum á pakka
2 msk smjör
½ laukur, grófsaxaður
2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
115 g cremini sveppir, eða bara hefðbundnir sveppir
2 msk hveiti
1 2/3 bolli nýmjólk eða kókosmjólk
½ bolli kjúklingasoð
1 tsk salt
½ tsk pipar
1 bolli frosnar baunir
130 g túnfiskur í dós án vökva
1 bolli rifinn ostur
fersk steinselja, til að skreyta með

Hráefni:

Hitið ofninn í 175°C. Bræðið smjör í stórri pönnu yfir meðalhita. Bætið síðan lauk, hvítlauk og sveppum á pönnuna og steikið í 4 til 5 mínútur. Bætið hveiti við blönduna og blandið vel. Hrærið mjólk og soði varlega saman við og hrærið þar til blandan er kekkjalaus. Blandið salti, pipar, baunum og túnfisk saman við og eldið þar til suða kemur upp. Við suðu er pastanu bætt saman við og öllu hrært saman. Setjið blönduna í meðalstórt eldfast mót og setjið ost ofan á. Bakið í 20 mínútur. Skreytið með steinselju og berið fram.

Túnfiskur og ostur.

Þriðjudagur – Eggjakaka með spagettí

Uppskrift af Precious Coser

Hráefni:

1½ bolli soðið spagettí
4 egg
½ tómatur, saxaður
1 msk saxaður laukur
¼ græn paprika, skorin í bita
salt og pipar
1½ msk olía
2 steinseljugreinar, smátt saxaðar

Aðferð:

Setjið tómat, lauk, papriku, steinselju og egg í skál. Blandið vel saman með gaffli og bætið síðan spagettí við blönduna. Hitið olíu í pönnu á háum hita í 2 mínútur og lækkið síðan hitann. Hellið eggjablöndunni á pönnuna og passið að hún nái út á alla kanta. Eldið eggjakökuna á lágum hita í átta mínútur, snúið henni við og eldið í 3 mínútur til viðbótar.

Eggjakakan.

Miðvikudagur – Einstök sætkartöflusúpa

Uppskrift af Delish

Hráefni:

4 sneiðar beikon, skornar í bita
1 meðalstór rauðlaukur, saxaður
2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
1 tsk salt
½ tsk pipar
smá cayenne pipar (má sleppa)
3 sætar kartöflur, afhýddar og skornar í teninga
4 bollar kjúklingasoð
safi úr 1 súraldin

Aðferð:

Takið til stóran pott og eldið beikonið yfir meðalhita. Þerrið á pappírsþurrku og haldið eftir um það bil 1 matskeið af fitunni sem verður eftir í pottinum. Bætið lauk í pottinn og steikið í 5 mínútur. Bætið hvítlauk saman við og steikið í 2 mínútur til viðbótar. Kryddið með salti, pipar og cayenne. Bætið kartöflum og soði saman við og náið upp suðu. Lækkið þá hitann og látið malla í um hálftíma. Maukið súpuna með töfrasprota og hrærið súraldinsafa saman við. Berið fram og skreytið með beikoni.

Sætkartöflusúpa.

Fimmtudagur – Rækjupítsa

Uppskrift af Foodess

Pítsadeig – Hráefni:

4 bollar hveiti
1 bréf þurrger
1½ tsk sjávarsalt
2 msk ólífuolía
1¾ bolli volgt vatn

Aðferð:

Blandið hveiti, geri og salti saman í skál. Bætið olíu og vatni saman við og blandið vel saman. Hnoðið deigið í tíu mínútur og bætið við meira hveiti ef þarf. Berið smá olíu í skál og leyfið deiginu að hefast þar í klukkustund. Skiptið deiginu í fjóra hluta og fletjið hvern hluta út. Leyfið þessu að hvílast í um tíu mínútur.

Pítsa – Hráefni:

2 msk smjör
1 stór hvítlauksgeiri, smátt saxaður
225 g risarækjur, hreinsaðar
2 msk hveiti
¾ bolli mjólk
½ tsk sjávarsalt
1½ bolli rifinn ostur
2 msk steinselja, smátt skorin

Aðferð:

Hitið ofninn í 220°C. Bræðið smjörið í stórri pönnu yfir meðalhita. Steikið hvítlaukinn í um mínútu. Bætið rækjum saman við og eldið í um 5 mínútur. Fjarlægið rækjurnar úr pönnunni en skiljið hvítlaukssmjörið eftir. Setjið hveiti í meðalstóra skál og blandið 2 matskeiðum af mjólk saman við þannig að mjúk kvoða myndast. Hrærið restinni af mjólkinni varlega saman við og blandið síðan hveitiblöndunni saman við hvítlaukssmjörið. Saltið og látið malla yfir meðalhita þar til sósan þykknar. Deilið deiginu á milli pítsabotnanna, setjið síðan ost og rækjur ofan á. Bakið í 15 til 20 mínútur. Skreytið með steinselju og berið fram.

Rækjupítsa.

Föstudagur – Steik og franskar

Uppskrift af Damn Delicious

Hráefni:

4 sirloin-steikur
salt og pipar
2 russet kartöflur, skornar í báta
2 msk ólífuolía
4 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
1 tsk ítölsk kryddblanda
½ bolli rifinn parmesan ostur
2 msk fersk steinselja, smátt söxuð

Aðferð:

Hitið ofninn í 180°C. Olíuberið ofnplötu. Raðið kartöflum í einfalda röð á annarri hlið plötunnar. Drissið ólífuolíu yfir og kryddið með hvítlauk, ítölsku kryddi, parmesan, salti og pipar. Hrærið aðeins í kartöflunum svo allar fái olíu og krydd. Bakið í 20 til 25 mínútur og hrærið reglulega í kartöflunum. Stillið ofninn á grillstillingu. Saltið og piprið steikurnar eftir smekk og setjið á hina hlið ofnplötunnar. Grillið í 4 til 5 mínútur á hvorri hlið. Berið strax fram með hvítlaukssmjöri og steinselju.

Steik og franskar.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.03.2024

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma
Matur
18.03.2024

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum
Matur
18.11.2023

„Sælkerar landsins! Sjá ég færi ykkur fögnuð“

„Sælkerar landsins! Sjá ég færi ykkur fögnuð“
Matur
05.11.2023

Guðdómleg perubaka

Guðdómleg perubaka