Þessar kjötbollur eru langt frá því að vera hefðbundnar en mikið svakalega eru þær góðar.
Hráefni:
grænmetisolía
500 g kjúklingahakk
1/2 bolli brauðrasp
1/3 bolli vorlaukur, smátt saxaður
3 msk ferskt engifer, smátt saxað
1 stórt egg
2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
2 tsk sesamolía eða sojasósa
1/4 tsk salt
Aðferð:
Hitið ofninn í 220°C og smyrjið stóra ofnplötu með grænmetisolíunni. Blandið restinni af hráefnunum saman í skál og mótið litlar bollur. Raðið þeim á ofnplötuna og penslið þær með grænmetisolíu. Bakið í 13 mínútur og berið fram jafnvel með chili sósu.