Stundum á maður erfiða daga og þarf á því að halda að gera vel við sig í mat og drykk. Þessi réttur hittir í mark á svoleiðis dögum – einstaklega einfaldur og afskaplega bragðgóður.
Hráefni:
2 bollar brauðrasp
½ tsk. hvítlaukskrydd
¼ bolli rifinn parmesan ostur
1 stórt egg, þeytt með 1 msk af vatni
2 bollar hveiti
750 g kjúklingalundir eða -bringur
salt og pipar
grænmetisolía
2 bollar marinara-sósa
1 bolli rifinn ostur
3 msk. basil, saxað
Aðferð:
Hitið ofninn í 200°C. Takið til þrjár stórar skálar. Í eina skál fer brauðrasp, hvítlaukskrydd og parmesan, í aðra fer þeytta eggið og vatnið og í þá þriðju fer hveitið. Kryddið kjúklinginn með salti og pipar og veltið kjúkling upp úr hveiti. Dustið aðeins af hverjum bita og dýfið bitunum í eggjablönduna og síðan í brauðraspblönduna. Hitið olíu yfir meðalhita. Bætið kjúklingnum út í og steikið í 5 til 7 mínútur, eða þar til hann er ljósbrúnn að lit. Færið á pappírsþurrkur til þerris. Hitið marinara-sósuna í stórri pönnu. Slökkvið á hitanum og setjið kjúklinginn út í sósuna. Drissið rifna ostinum yfir og bakið í ofninum þar til osturinn hefur bráðnað, í 5 til 7 mínútur. Skreytið með basil og berið fram strax.