fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Matur

Mömmukökurnar hennar mömmu

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Laugardaginn 10. nóvember 2018 09:00

Mömmukökur eru klassískar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ein af bestu jólasmákökunum að okkar mati eru mömmukökur. Hér er uppskrift frá móður minni sem klikkar aldrei. Þessar eiga eftir að hverfa eins og dögg fyrir sólu!

Mömmukökurnar hennar mömmu

Hráefni – Kökur:

4 bollar hveiti
150 g smjör
150 g sykur
1 bolli síróp
2 tsk. engifer
1 tsk. matarsódi
1 egg

Aðferð:

Hitið smjör, sykur og síróp saman í potti yfir meðalháum hita þar til allt er bráðið og búið að blandast saman. Hér þarf ekki að hræra mikið í blöndunni. Kælið. Hrærið egg saman við smjörblönduna og síðan restina af hráefnunum. Hnoðið deigið vel saman og kælið það í ísskáp yfir nótt en það sleppur að kæla það í 3 klukkutíma. Hitið ofninn í 200°C og setjið bökunarpappír á ofnplötur. Fletjið deigið út en mér finnst kökurnar betri ef þær eru í þynnra lagi. Skerið út form eða með glasi og bakið þar til kökurnar hafa brúnast, 7-9 mínútur. Leyfið kökunum að kólna alveg áður en kremið er sett á.

Hráefni – Krem:

100 g mjúkt smjör
250 g flórsykur
2 tsk. vanilludropar
7-8 msk. mjólk

Aðferð:

Hrærið smjör og flórsykur vel saman. Bætið vanilludropum og mjólk saman þar til kremið er orðið hæfilega þykkt. Smyrjið þessu á helminginn af kökunum og notið hinn helminginn til að loka þeim þannig að úr verði eins konar samloka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins
Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
18.06.2024

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum
Matur
18.03.2024

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum
Matur
15.03.2024

Kjúklingur í rjómalagaðri sósu

Kjúklingur í rjómalagaðri sósu
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb