Mimosa er vinsæll drykkur sem er vanalega búinn til úr kampavíni og appelsínusafa. Hér er aðeins öðruvísi útgáfa af þessum bragðgóða drykk. Þessi er aðeins jólalegri og ætti að geta lýst upp skammdegið.
Hráefni:
2 msk. sykur
1 msk. kanill
1 bolli eplasafi
750 ml kampavín
Aðferð:
Blandið sykri og kanil saman á disk. Takið til fjögur kampavínsglös, dýfið kantinum í vatn og síðan í kanilsykurblönduna. Deilið eplasafanum í glösin og fyllið þau síðan með kampavíni.