Þetta gratín er mörgum númerum of gott og passar með nánast öllum mat. Við erum farin að skipuleggja jólamatinn og ætlum pottþétt að bera þetta gratín fram með steikinni.
Hráefni:
2 bollar rjómi
3 msk fersk salvía, söxuð
1 msk ferskt rósmarín, saxað
2 tsk fersk timjan, saxað
2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
¼ tsk salt
¼ tsk pipar
2 msk smjör
1 stórt epli, skorið í þunnar sneiðar
¼ tsk múskat
3 egg
3 meðalstórar sætar kartöflur, skornar í sneiðar
5 beikonsneiðar, eldað þar til það er stökkt
1 ½ bolli rifinn ostur
Aðferð:
Hitið ofninn í 200°C. Setjið rjóma, salvíu, rósmarín, timjan, hvítlauk, salt og pipar í stóra pönnu og náið upp suðu yfir meðalhita. Hrærið við og við í blöndunni. Látið blönduna malla þar til ¼ af vökvanum hefur gufað upp. Takið til meðalstóra pönnu og bræðið smjörið yfir meðalhita. Bætið eplunum út í og drissið múskati yfir þau. Eldið í um 3 til 5 mínútur og setjið til hliðar.
Þeytið egg í meðalstórri skál og blandið síðan 1/3 af heitu rjómablöndunni saman við til að tempra eggin. Síðan er restinni af rjómablöndunni blandað vel saman við. Smyrjið meðalstórt, eldfast mót og raðið 1/3 af kartöflunum í botninn. Raðið síðan helmingnum af eplunum ofan á kartöflurnar og því næst 1/3 af beikoninu, 1/3 af ostinum og 1/3 af rjómablöndunni. Endurtakið þar til allt er komið í formið. Hyljið formið með álpappír og bakið í 40 mínútur. Takið álpappírinn og bakið í 20 til 25 mínútur til viðbótar. Leyfið gratíninu að hvíla í 10 mínútur áður en það er borið fram.