Ný vika – nýjar áskoranir þegar kemur að því að ákveða hvað á að hafa í matinn. Hér er vikumatseðillinn okkar og ættu einhverjir að geta fundið innblástur í eldamennskunni.
Uppskrift af Peanut Butter & Fitness
Fiskur – Hráefni:
500 g lúða án roðs
8 tortilla pönnukökur
1½ msk. sojasósa
1 msk. hrísgrjónaedik
safi úr ½ súraldin
½ bolli ferskur basil
½ bolli ferskur kóríander
Grænmeti – Hráefni:
2 stórar gulrætur, skornar í bita
1 meðalstór gúrka, skorin í bita
1 lítil radísa, skorin í bita
1 bolli vatn
½ bolli hrísgrjónaedik
2 msk. sykur
2 tsk. salt
Sriracha mæjónes – Hráefni:
¼ bolli mæjónes
2 msk. sriracha
1 tsk. hvítlaukskrydd
Aðferð:
Setjið grænmeti í krukku. Hitið vatn í örbylgjuofni í 2 mínútur og bætið sykri, salti og hrísgrjónaediki saman við. Hrærið þar til sykurinn hefur leysts upp. Hellið yfir grænmetið í krukkunni og látið þetta súrsast yfir nótt í ísskáp.
Setjið lúðu í grunnan disk og hellið sojasósu, hrísgrjónaediki og súraldinsafa yfir fiskinn. Látið þetta marinerast í ísskáp í hálftíma.
Hitið stóra pönnu yfir meðalhita. Setjið fiskinn á pönnuna og setjið lok strax á. Eldið í 5 mínútur og snúið fisknum síðan við. Steikið þar til hann er fulleldaður. Blandið öllum hráefnum í sriracha mæjónes saman. Hitið tortilla pönnukökurnar og fyllið þær síðan með fiski, grænmeti, basil, kóríander og mæjónes.
Uppskrift af Delish
Hráefni:
2 msk. ólífuolía
1 kg kjúklingalæri
salt og pipar
2 msk. smjör
1 stór laukur, saxaður
1 stór gulrót, skorin í bita
1 sellerístilkur, skorinn í bita
225 g sveppir, skornir í sneiðar
2 msk. hveiti
½ bolli hvítvín
2 bollar kjúklingasoð
1 bolli rjómi
2 msk. fersk steinselja, söxuð
2 msk. ferskt timjan
Aðferð:
Hitið olíu í pönnu yfir meðalhita. Saltið og piprið kjúklinginn og steikið hann í um fimm mínútur á hvorri hlið. Takið af pönnunni og setjið til hliðar. Bræðið smjör í sömu pönnu og bætið lauk, gulrót, sellerí og sveppum út í. Steikið í um fimm mínútur. Bætið hveitinu saman við og steikið í mínútu til viðbótar. Hellið víninu í pönnuna og skrapið það sem hefur fests við botninn, ef eitthvað. Eldið í um sjö mínútur. Bætið þá soði og rjóma saman við og kryddið með steinselju, timjan, salti og pipar. Setjið kjúklinginn aftur í pönnuna og látið malla þar til kjúklingurinn er fulleldaður og sósan farin að þykkna, eða í um korter.
Uppskrift af Nora Cooks
Hráefni:
1–2 msk. ólífuolía
1 stór laukur, saxaður
4 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
3 meðalstórar gulrætur, skornar í bita
1,3 kg russet kartöflur, afhýddar og skornar í stóra bita
½ tsk. þurrkað timjan
3 bollar grænmetissoð
1 dós kókosmjólk
salt
Aðferð:
Steikið lauk og hvítlauk í stórum potti. Bætið grænmeti, timjan og grænmetissoði saman við. Náið upp suðu og lækkið síðan hitann. Leyfið þessu að malla í 20 til 25 mínútur, eða þar til kartöflur eru mjúkar. Notið töfrasprota til að mauka súpuna eða blandara. Hellið kókosmjólkinni saman við og hrærið, saltið eftir smekk.
Uppskrift af Delish
Hráefni:
½ bolli ólífuolía
¼ bolli rauðvínsedik
¼ bolli rifinn parmesan ostur
1 hvítlauksgeiri, smátt saxaður
1 tsk. ítölsk kryddblanda
1 tsk. paprikukrydd
½ tsk. chili flögur
salt og pipar
500 g soðið spagettí
500 g litlir tómatar, skornir í helminga
225 g mozzarella ostur, skorinn í bita
1¼ bolli salami, skorið í bita
1 bolli rauð paprika, skorin í bita
1 bolli græn paprika, skorin í bita
1 bolli gúrka, skorin í bita
½ bolli svartar ólífur, skornar í sneiðar
½ rauðlaukur, smátt skorinn
2 msk. ferskt basil, skorið í bita
Aðferð:
Blandið olíu, ediki, parmesan, hvítlauk, kryddblöndu, paprikukryddi og chili flögum saman í meðalstórri skál. Saltið og piprið. Blandið pasta, tómötum, mozzarella, salami, papriku, ólífum og lauk saman í stórri skál. Hellið olíublöndunni yfir pastað og blandið saman. Skreytið með basil og berið fram.
Hráefni:
1 lambalæri, helst án lykilbeins
500 g smjör
6 timjangreinar
6 rósmaríngreinar
5 hvítlauksgeirar, gróft saxaðir
1½ tsk. nýmalaður pipar
1 stór poki með rennilás (zip lock)
2 tsk. salt
Aðferð:
Setjið allt nema salt í pokann og lokið vel fyrir. Leggið pokann í steikingarpott og hellið volgu vatni yfir þannig að fljóti yfir lærið. Setjið lokið á og bakið í 67°C heitum ofni í 18 klukkustundir. Sigtið þá vökvann úr pokanum í pott. Hitið ofninn í 190°C. Setjið lærið í ofnskúffu og saltið. Bakið lærið í 10-15 mínútur eða þar til það er fallega brúnað. Berið fram með kryddjurta-béarnaisesósunni og til dæmis bökuðu grænmeti og kartöflum.
Kryddjurta béarnaisesósa – Hráefni:
5 eggjarauður
smjörið úr pokanum
1-2 msk. béarnaise-essense
salt
nýmalaður pipar
Aðferð:
Hitið smjörið í 60°C. Setjið eggjarauður í stálskál og þeytið yfir volgu vatnsbaði í 4-6 mínútur eða þar til rauðurnar eru orðnar ljósar og loftmiklar. Hellið þá smjörinu í mjórri bunu í skálina og þeytið vel í á meðan. Bragðbætið með Béarnaise-essense, salti og pipar.