Kartöflur eru frábært meðlæti því það er hægt að gera svo mikið við þær og svo eru þær ódýr valkostur í þokkabót. Hér eru yndislega stökkar kartöflur sem passa með hvaða mat sem er.
Hráefni:
500 g litlar kartöflur
1 msk. grænmetisolía
1 msk. ólífuolía
1 msk. fersk rósmarín, saxað
1 tsk. hvítlauksduft (má sleppa)
1/2 tsk. chili krydd (má sleppa)
salt og pipar
Aðferð:
Skerið kartöflurnar í sneiðar. Hitið olíurnar í stórri pönnu yfir meðalhita. Bætið kartöflunum við og kryddið með rósmarín, salti og pipar. Steikið í 4 til 5 mínútur og snúið kartöflunum síðan við. Steikið í 4 til 5 mínútur í viðbót. Drissið hvítlauksdufti og chili kryddi yfir kartöflurnar og steikið í 2 mínútur í viðbót. Berið strax fram.