Það er ofboðslega gaman að búa til sælgæti sjálfur, en oft tekur það mikinn tíma og fyrirhöfn. Hér er á ferð einstaklega einföld uppskrift að mjúkum karamellum, eða fudge, sem klikkar seint. Einstaklega jólegar karamellur í þokkabót.
Hráefni:
340 g hvítt súkkulaði, brætt
1 bolli sæt dósamjólk (e. Sweetened condensed milk)
1 tsk. múskat
1 tsk. kanill
1 tsk. engifer
(kökuskraut ef vill)
Aðferð:
Blandið súkkulaði og mjólk vel saman í skál. Bætið kryddi út í og hrærið. Klæðið eldfast mót eða kökuform með smjörpappír og smyrjið það. Setjið blönduna í formið og inn í ísskáp í tvo klukkutíma. Skerið í bita og njótið.